Stjórnvaldssekt vegna brota gegn 126. og 127. gr. laga nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti
Þann 12. júní 2013 tók stjórn Fjármálaeftirlitsins ákvörðun um að sekta Icelandair Group hf. vegna brota gegn 126. og 127. gr. laga nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti.
Fjármálaeftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að Icelandair hefði brotið gegn 1. mgr. 126. og 1. mgr. 127. gr. vvl. með því að tilkynna ekki innan tilskilinna tímamarka um viðskipti fruminnherja með hlutabréf félagsins og birta ekki upplýsingar um viðskipti stjórnanda.