Ákvarðanir og gagnsæi


Niðurstaða úttektar á áhættustýringu vátryggingafélaga

17.12.2013

Fjármálaeftirlitið framkvæmdi athuganir á áhættustýringu vátryggingafélaga með heimsókn og gagnaöflun á þriðja ársfjórðungi 2013 á grundvelli 8. og 9. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Þau félög sem athugunin beindist að voru: Okkar líftryggingar hf., Sjóvá-Almennar tryggingar hf., Tryggingamiðstöðin hf., Vátryggingafélag Íslands hf. og Vörður tryggingar hf. Fjármálaeftirlitið gaf í janúar 2011 út leiðbeinandi tilmæli nr. 1/2011, um áhættustýringu vátryggingafélaga og var markmið tilmælanna að leiðbeina vátryggingafélögum um bestu framkvæmd áhættustýringar. Tilmælin eru mikilvægur liður í undirbúningi vátryggingafélaga fyrir innleiðingu krafna Solvency II tilskipunarinnar, nr. 2009/138/EB. Athugun Fjármálaeftirlitsins beindist að því að kanna hvort áhættustýring vátryggingafélaga væri í samræmi við nefnd tilmæli.
Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica