Ákvarðanir og gagnsæi


Gagnsæistilkynning vegna athugunar á viðskiptaháttum Lýsingar hf. í kjölfar dóms Hæstaréttar í máli nr. 672/2012

20.12.2013

Í kjölfar dóms Hæstaréttar Íslands í máli nr. 672/2012 upplýsti Lýsing hf. Fjármálaeftirlitið um viðbrögð sín við dóminum, einkum að því er laut að veitingu upplýsinga til viðskiptavina um mögulegt fordæmisgildi dómsins.  Þannig hafði Lýsing hf. að eigin frumkvæði sent bréf til þeirra viðskiptavina sem voru með virka lánasamninga, sambærilega þeim sem um var fjallað í málinu. Í bréfinu var skorað á þá viðskiptavini sem teldu sig hafa samið um lægri kjör en markaðskjör á þeim hluta samnings sem er í íslenskum krónum, að gera skriflega athugasemd og óska eftir leiðréttingu á greiðslum.
Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica