Ákvarðanir og gagnsæi


Eftirfylgni vegna athugunar á lánasafnsskýrslu Íslandsbanka hf.

19.2.2014

Fjármálaeftirlitið framkvæmdi athugun á lánasafnsskýrslu (e. Loan Portfolio Analysis Report) Íslandsbanka hf. Athugunin beindist að því að kanna inntak lánasafnsskýrslu bankans og staðreyna að upplýsingar í henni væru í samræmi við undirliggjandi gögn og viðeigandi leiðbeiningar og viðmið. Í kjölfarið birti Fjármálaeftirlitið gagnsæistilkynningu, dags. 19. nóvember 2013, á heimasíðu sinni þar sem gerð var grein fyrir helstu niðurstöðum athugunarinnar.
Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica