Ákvarðanir og gagnsæi


Niðurstaða athugunar á starfsemi Virðingar hf.

13.3.2014

Hinn 26. febrúar 2013 framkvæmdi Fjármálaeftirlitið almenna athugun á starfsemi Virðingar hf. Rétt er að geta þess að athugunin beindist að Virðingu hf. áður en félagið sameinaðist Auði Capital hf. í febrúar 2014 undir nafni Virðingar hf. Athugunin tók til stjórnarhátta, regluvörslu, fjárfestaverndar, aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, eignastýringar, markaðsviðskipta og upplýsingatækni. Í kjölfar athugunarinnar ritaði Fjármálaeftirlitið skýrslu þar sem fram komu athugasemdir, ábendingar og kröfur um úrbætur. Niðurstöður Fjármálaeftirlitsins byggðu á þeim gögnum og upplýsingum sem aflað var við athugunina og miðast við stöðu mála hinn 20. desember 2012.

Virding-gagnsaei-13-3-2014

 

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica