Stjórnvaldssekt vegna brota Kletta Capital ehf. gegn a lið 6. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki
Hinn 29. ágúst 2017 tók stjórn Fjármálaeftirlitsins þá ákvörðun að leggja stjórnvaldssekt að fjárhæð 2.500.000 krónur á Kletta Capital ehf. vegna brots gegn a lið 6. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki (fftl.) með því að hafa móttekið og miðlað fyrirmælum um einn eða fleiri fjármálagerninga án þess að hafa til þess starfsleyfi.
Gagnasei-Klettar-Capital-04102017