Stjórnvaldssekt vegna brots Marel hf. gegn 1. mgr. 87. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti
Hinn
11. maí 2016 tók stjórn Fjármálaeftirlitsins þá ákvörðun að leggja
stjórnvaldssekt að fjárhæð 1.500.000 krónur á Marel hf. (Marel eða félagið) vegna brots gegn 1. mgr.
87. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.) með því að hafa látið
hjá líða að birta tilkynningu, sem félaginu barst 29. október 2014 um breytingu
á atkvæðisrétti, innan lögmæltra tímamarka.
Gagnsaei-Marel-25-5-2016