Stjórnvaldssekt og úrbótakrafa vegna kaupaukagreiðslna Arctica Finance hf.
Hinn 20. september 2017 tók stjórn Fjármálaeftirlitsins þá ákvörðun að leggja stjórnvaldssekt að fjárhæð 72.000.000 krónur á Arctica Finance ehf. (Arctica, félagið) vegna brota félagsins gegn 57. gr. a laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki (fftl.) og reglum nr. 700/2011 og 388/2016 um kaupaukakerfi. Brotin fólust í því að hafa greitt starfsmönnum kaupauka í formi arðs af B, C og D hlutum í félaginu frá og með 2012 til og með 2017.
Þá krafðist Fjármálaeftirlitið þess að Arctica léti þegar í stað af kaupaukagreiðslum í formi arðgreiðslna til B, C og D hluthafa.
Gagnsaei-Arctica-05102017