Ákvarðanir og gagnsæi


Ákvarðanir og gagnsæi (Síða 13)

Fyrirsagnalisti

31.5.2013 : Niðurstaða athugunar á lánveitingum Almenna lífeyrissjóðsins til einstaklinga

Fjármálaeftirlitið hefur framkvæmt athugun á lánveitingum Almenna lífeyrissjóðsins til einstaklinga, með vísan til 44. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og 9. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
Lesa meira

22.5.2013 : Niðurstöður athugunar hjá Borgun hf. á tilteknum þáttum er varða aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Hinn 9. janúar 2013 hóf Fjármálaeftirlitið athugun hjá Borgun. Athugunin beindist að tilteknum þáttum í aðgerðum Borgunar gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. lög nr. 64/2006. Í athuguninni var lögð sérstök áhersla á eftirfylgni við sjálfsmat sem Fjármálaeftirlitið lagði fyrir tilkynningarskylda aðila, þ. á m. Borgun, á haustmánuðum 2010 og innri reglur fyrirtækisins um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Lesa meira

17.5.2013 : Niðurstaða heildarathugunar hjá Lífeyrissjóði bænda

Fjármálaeftirlitið hefur framkvæmt heildarathugun hjá Lífeyrissjóði bænda með vísan til 44. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og 9. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
Lesa meira

15.5.2013 : Niðurstöður athugunar hjá Lýsingu hf. á tilteknum þáttum í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Hinn 9. janúar 2013 hóf Fjármálaeftirlitið athugun hjá Lýsingu. Athugunin beindist að tilteknum þáttum í aðgerðum Lýsingar gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. lög nr. 64/2006. Í athuguninni var lögð sérstök áhersla á eftirfylgni við sjálfsmat sem Fjármálaeftirlitið lagði fyrir tilkynningarskylda aðila, þ. á m. Lýsingu, á haustmánuðum 2010 og innri reglur fyrirtækisins um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Lesa meira

8.5.2013 : Eftirfylgni vegna athugunar á tilteknum þáttum í starfsemi Arctica Finance hf.

Fjármálaeftirlitið vísar til fyrri gagnsæistilkynningar, dags. 7. mars 2012, þar sem gerð var grein fyrir atriðum sem stofnunin taldi að þörfnuðust úrbóta í framhaldi af  athugun á tilteknum þáttum í starfsemi Arctica Finance hf. (hér eftir Arctica).
Lesa meira

26.4.2013 : Eftirfylgni vegna athugunar Fjármálaeftirlitsins á starfsemi Lífeyrissjóðs bankamanna

Fjármálaeftirlitið framkvæmdi athugun á fjárfestingum og fjárfestingarákvörðunum hjá Lífeyrissjóði bankamanna. Í kjölfar athugunarinnar ritaði Fjármálaeftirlitið skýrslu þar sem fram komu athugasemdir eftirlitsins og kröfur um úrbætur er skyldi vera lokið innan tiltekinna tímamarka. Í kjölfarið, eða þann 11. desember 2012, birti Fjármálaeftirlitið gagnsæistilkynningu þar sem gerð var grein fyrir helstu athugasemdum stofnunarinnar við starfsemi félagsins. Fjármálaeftirlitið hefur nú lokið eftirfylgni með skýrslunni. 
Lesa meira

10.4.2013 : Eftirfylgni vegna athugunar á verklagi Straums fjárfestingabanka hf. er varðar flokkun viðskiptavina m.t.t. fjárfestaverndar

Fjármálaeftirlitið vísar til fyrri gagnsæistilkynningar sem birt var hinn 18. október 2012 þar sem gerð var grein fyrir atriðum sem stofnunin taldi að þörfnuðust úrbóta eftir athugun á þáttum er vörðuðu flokkun Straums fjárfestingabanka hf. (hér eftir Straumur eða bankinn) á viðskiptavinum sínum m.t.t. fjárfestaverndar.
Lesa meira

8.4.2013 : Ráðstafanir Júpíters rekstrarfélags hf. í kjölfar athugunar Fjármálaeftirlitsins á starfsemi félagsins

Fjármálaeftirlitið framkvæmdi athugun á starfsemi Júpíters rekstrarfélags hf. þann 30. mars 2012. Í kjölfar athugunarinnar ritaði Fjármálaeftirlitið skýrslu þar sem fram komu athugasemdir eftirlitsins og kröfur um úrbætur er skyldi vera lokið innan tiltekinna tímamarka. Í kjölfarið, eða þann 13. nóvember 2012,  birti Fjármálaeftirlitið gagnsæistilkynningu þar sem gerð var grein fyrir helstu athugasemdum stofnunarinnar við starfsemi félagsins.
Lesa meira

8.4.2013 : Niðurstaða heildarathugunar hjá Lífeyrissjóði Vestmannaeyja

Fjármálaeftirlitið hefur framkvæmt heildarathugun hjá Lífeyrissjóði Vestmannaeyja með vísan til 44. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og 9. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
Lesa meira

26.3.2013 : Niðurstaða athugunar á eftirliti með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hjá Landsbankanum hf.

Hinn 14. október 2012 framkvæmdi Fjármálaeftirlitið vettvangsathugun hjá Landsbankanum hf. Athugunin beindist að tilteknum þáttum er varða eftirlit Landsbankans með aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. lög nr. 64/2006. Í athuguninni var lögð sérstök áhersla á áreiðanleikakannanir Landsbankans við upphaf viðskipta sem og viðvarandi eftirlit með lögaðilum. Fjármálaeftirlitið studdist við úrtak af viðskiptavinum Landsbankans sem valið var  af handahófi.
Lesa meira

20.3.2013 : Eftirfylgni vegna athugunar á starfsemi Lífeyrissjóðs Rangæinga

Fjármálaeftirlitið vísar til fyrri gagnsæistilkynningar sem birt var á heimasíðu þess þar sem gerð var grein fyrir atriðum sem þörfnuðust úrbóta eftir athugun á tilteknum þáttum í starfsemi Lífeyrissjóðs Rangæinga.
Lesa meira

6.3.2013 : Niðurstaða athugunar á tilteknum upplýsingum í eiginfjárskýrslu Landsbankans hf.

Fjármálaeftirlitið vísar til fyrri gagnsæistilkynningar sem birt var hinn 24. janúar 2012 þar sem gerð var grein fyrir atriðum sem stofnunin taldi að þörfnuðust úrbóta eftir athugun á tilteknum upplýsingum í eiginfjárskýrslu Landsbankans hf. Lesa meira

27.2.2013 : Athugun á hvort líftryggingafélög uppfylla upplýsingaskyldu sína skv. 65. gr. laga nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga

Fjármálaeftirlitið framkvæmdi nýlega úttekt á því hvernig líftryggingafélög veita viðskiptamönnum sínum þær upplýsingar sem kveðið er á um í 65. gr. laga nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga. Í ákvæðinu er talið upp með ítarlegum hætti hvaða upplýsingar beri að veita áður en líftryggingasamningur er gerður og á meðan samningssamband varir.  Þær kröfur eru gerðar að upplýsingarnar séu veittar skriflega og á skýran og skiljanlegan máta.

Lesa meira

25.2.2013 : Niðurstaða athugunar vegna útgáfu sértryggðra skuldabréfa Arion banka hf.

Fjármálaeftirlitið hefur framkvæmt skoðun á utanumhaldi Arion banka hf. um útgáfu sértryggðra skuldabréfa í samræmi við 8. og 9. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og XIII. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.   Lesa meira

4.2.2013 : Niðurstaða athugunar á tilteknum upplýsingum í eiginfjárskýrslu Íslandsbanka hf.

Fjármálaeftirlitið vísar til fyrri gagnsæistilkynningar sem birt var hinn 4. nóvember 2011 þar sem gerð var grein fyrir atriðum sem Fjármálaeftirlitið taldi að þörfnuðust úrbóta eftir athugun á tilteknum upplýsingum í eiginfjárskýrslu Íslandsbanka hf. Lesa meira

7.1.2013 : Niðurstaða athugunar á starfsemi Stafa lífeyrissjóðs

Fjármálaeftirlitið framkvæmdi athugun á þáttum í starfsemi Stafa lífeyrissjóðs með vísan til 44. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og 9. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Lesa meira

18.12.2012 : Tilkynning um einhliða frávikningu stjórnarmanns eftirlitsskylds aðila

Fjármálaeftirlitið hefur hinn 6. desember 2012 vikið Sigurði Jóhannessyni einhliða frá störfum sem stjórnarmanni Stapa lífeyrissjóðs á grundvelli heimildar í 4. mgr. 10. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Lesa meira

18.12.2012 : Kaup framkvæmdastjóra á bifreið í eigu Sameinaða lífeyrissjóðsins

Fjármálaeftirlitið framkvæmdi, með vísan til 44. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, athugun á sölu bifreiðar í eigu Sameinaða lífeyrissjóðsins til framkvæmdastjóra sjóðsins og lánveitingu til framkvæmdastjóra tengda kaupunum. Lesa meira

11.12.2012 : Fjármálaeftirlitið hefur metið Sigurð Kristin Egilsson hæfan til að fara með virkan eignarhlut í ALM Fjármálaráðgjöf

Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sigurður Kristinn Egilsson, kt. 190974-3409, sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í ALM Fjármálaráðgjöf sem nemur allt að 20% sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

Lesa meira

11.12.2012 : Niðurstaða athugunar á fjárfestingum og fjárfestingarákvörðunum hjá Lífeyrissjóði bankamanna

Fjármálaeftirlitið framkvæmdi athugun á fjárfestingum og fjárfestingarákvörðunum hjá Lífeyrissjóði bankamanna með vísan til 44. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og 9. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.

Lesa meira
Síða 13 af 26






Þetta vefsvæði byggir á Eplica