Ákvarðanir og gagnsæi


Ákvarðanir og gagnsæi (Síða 14)

Fyrirsagnalisti

11.12.2012 : Niðurstaða athugunar á tilteknum upplýsingum í eiginfjárskýrslu Arion banka hf.

Fjármálaeftirlitið vísar til fyrri gagnsæistilkynningar sem birt var hinn 7. desember 2011 þar sem gerð var grein fyrir atriðum sem þörfnuðust úrbóta eftir athugun á tilteknum upplýsingum í eiginfjárskýrslu Arion banka hf. Lesa meira

29.11.2012 : Gagnsæistilkynning vegna athugunar á starfsháttum Arion banka hf. í tengslum við B. M. Vallá hf.

Með bréfi, dags. 23. ágúst sl., barst Fjármálaeftirlitinu (FME) ábending vegna starfshátta Nýja Kaupþings banka hf. (Nú Arion banki hf.) í tengslum við endurskipulagningu og síðar gjaldþrot B. M. Vallár hf. Ábendingin var útfærð nánar í bréfi, dags. 5. september sl.

FME tók ábendinguna til athugunar í samræmi við verklagsreglur eftirlitsins þar að lútandi.

Lesa meira

26.11.2012 : Gagnsæistilkynning vegna athugunar á starfsháttum Lýsingar hf.

Fjármálaeftirlitinu barst ábending frá viðskiptavini Lýsingar hf. um að sér hefði verið neitað um svör við tilteknum fyrirspurnum er lutu m.a. að endurútreikningi erlends láns er viðskiptavinurinn hafði tekið hjá félaginu og geymslureikningi sem félagið hafði stofnað vegna hugsanlegrar ofgreiðslu lánsins.

Lesa meira

21.11.2012 : Gagnsæistilkynning vegna athugunar á starfsháttum Dróma hf.

Undanfarna mánuði hefur Fjármálaeftirlitið gert úttekt á starfsháttum Dróma. Ástæður úttektarinnar má m.a. rekja til mikillar opinberrar umræðu um starfshætti félagsins svo og ábendinga sem Fjármálaeftirlitinu höfðu borist. Lesa meira

15.11.2012 : Niðurstöður athugunar á framkvæmd lokaðs útboðs á hlutabréfum Eimskipafélags Íslands hf. hjá Straumi fjárfestingabanka hf. og Íslandsbanka hf.

Fjármálaeftirlitið gerði athugun á framkvæmd lokaðs útboðs á hlutabréfum Eimskipafélags Íslands hf. sem fram fór dagana 23. til 25. október 2012, á grundvelli laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og laga nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti. Tekið skal fram að athugunin beindist eingöngu að framkvæmd hins lokaða útboðs. Almennt (opið) útboð á hlutabréfum Eimskipafélags Íslands hf. fór fram dagana 30. október til 2. nóvember 2012. Lesa meira

13.11.2012 : Niðurstaða athugunar á starfsemi Júpíters rekstrarfélags hf.

Fjármálaeftirlitið framkvæmdi athugun á starfsemi Júpíters rekstrarfélags hf. með heimsókn og gagnaöflun þann 30. mars 2012 á grundvelli XIII. kafla laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, sbr. 66. gr. laga nr. 128/2011, um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði og 9. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.

Lesa meira

9.11.2012 : Niðurstöður athugunar á verklagi Arion banka hf. er varðar flokkun viðskiptavina m.t.t. fjárfestaverndar

Eins og fram kom í gagnsæistilkynningu sem birtist á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins þann 12. júlí 2012 framkvæmdi Fjármálaeftirlitið  athugun er varðaði flokkun viðskiptavina og verklag Arion banka hf. því tengt, í samræmi við 8. og 9. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, sbr. ákvæði laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti og reglugerð 995/2007 um fjárfestavernd og viðskiptahætti fjármálafyrirtækja. Lesa meira

6.11.2012 : Niðurstöður vettvangsathugunar á útlánasafni Arion banka hf.

Fjármálaeftirlitið framkvæmdi skoðun á útlánasafni Arion banka hf. í samræmi við 8. og 9. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og XIII. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Skoðunin beindist að virðismati lána á öðrum ársfjórðungi ársins 2011. Lesa meira

25.10.2012 : Niðurstaða athugunar á stöðu og starfsemi innri endurskoðunar hjá viðskiptabönkunum

Fjármálaeftirlitið framkvæmdi athugun á starfsemi innri endurskoðunar hjá Arion banka hf., Íslandsbanka hf., Landsbankanum hf. og MP banka hf. í samræmi við 8. og 9. gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi nr. 87/1998. Markmið úttektarinnar var að kanna stöðu og starfsemi innri endurskoðunar og hvort hún samræmist meðal annars viðurkenndum stöðlum alþjóðasamtaka um innri endurskoðun (Standards for the Professional Practice of Internal Auditing (IIA-IPPF)), tilmælum Basel-nefndarinnar um innri endurskoðun (Internal audit in banks and the supervisor‘s relationship with auditors, August 2001) og reglum nr. 700/2011 um kaupaukakerfi fjármálafyrirtækja. Lesa meira

18.10.2012 : Niðurstaða athugunar á verklagi Straums fjárfestingabanka hf. er varðar flokkun viðskiptavina m.t.t. fjárfestaverndar

Fjármálaeftirlitið framkvæmdi athugun er varðaði flokkun viðskiptavina og verklag Straums fjárfestingabanka hf. (hér eftir Straumur eða bankinn) því tengt, í samræmi við 8. og 9 gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi  nr. 87/1998 sbr. ákvæði laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.) og reglugerð 995/2007 um fjárfestavernd og viðskiptahætti fjármálafyrirtækja.

Lesa meira

17.10.2012 : Niðurstöður vettvangsathugunar vegna útgáfu sértryggðra skuldabréfa Íslandsbanka hf.

Fjármálaeftirlitið hefur framkvæmt skoðun á utanumhaldi Íslandsbanka hf. um útgáfu sértryggðra skuldabréfa í samræmi við 8. og 9. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og XIII. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Lesa meira

1.10.2012 : Tilkynning um endurútgefið starfsleyfi Jökla-Verðbréfa hf.

Jöklar-Verðbréf hf., kt. 650995-2879, hafa afsalað sér heimild félagsins til að eiga viðskipti með fjármálagerninga fyrir eigin reikning, sbr. c. lið 1. tölul. 25. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 (fftl.). Fjármálaeftirlitið hefur fallist á framangreint afsal  og gefið út að nýju starfsleyfi félagsins. Lesa meira

17.8.2012 : Gagnsæistilkynning vegna staðfestingar Fjármálaeftirlitsins á virkum eignarhlut Vátryggingafélags Íslands hf. í Líftryggingafélagi Íslands hf.

Fjármálaeftirlitið veitti Vátryggingafélagi Íslands hf. (VÍS) fyrir nokkru heimild með fyrirvara til að fara með virkan eignarhlut í Líftryggingafélagi Íslands hf. (Lífís), með tilliti til heilbrigðs og trausts reksturs félagsins, sbr. lög nr. 56/2010 um vátryggingastarfsemi. Frétt þess efnis var birt á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins 14. maí síðastliðinn. Lesa meira

12.7.2012 : Niðurstaða athugunar á verklagi Arion banka hf. er varðar flokkun viðskiptavina m.t.t. fjárfestaverndar

Fjármálaeftirlitið framkvæmdi, með vísan til 8. og 9. gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi nr. 87/1998, athugun er varðaði flokkun viðskiptavina og verklag Arion banka hf. því tengt, sbr. ákvæði laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti og reglugerð 995/2007 um fjárfestavernd og viðskiptahætti fjármálafyrirtækja.

Lesa meira

2.7.2012 : Gagnsæistilkynning vegna staðfestingar Fjármálaeftirlitsins á virkum eignarhlut Varðar trygginga hf. í Verði líftryggingum hf.

Þann 30. apríl sl. komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Vörður tryggingar hf. sé hæft til að fara með virkan eignarhlut allt að 100%, í Verði líftryggingum hf. í samræmi við VI kafla laga nr. 56/2010 um vátryggingastarfsemi. Lesa meira

28.6.2012 : Niðurstaða athugunar á starfsemi GAM Management hf.

Fjármálaeftirlitið framkvæmdi  athugun á starfsemi GAM Management hf. með heimsókn og gagnaöflun þann 31. október 2011 á grundvelli XIII. kafla laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, sbr. 66. gr laga nr. 128/2011, um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði og 9. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Í kjölfar athugunarinnar ritaði Fjármálaeftirlitið skýrslu þar sem fram komu athugasemdir eftirlitsins og kröfur um úrbætur er skyldi vera lokið innan nánar tiltekinna tímamarka. Voru drög að skýrslunni afhent rekstrarfélaginu þann 22. desember 2012 og félaginu gefið tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum og frekari upplýsingum á framfæri. Í endanlegri útgáfu skýrslunnar, dags. 24. maí 2012, var tekið tillit til athugasemda félagsins eftir því sem tilefni þótti til.

Lesa meira

19.6.2012 : Niðurstaða athugunar á starfsemi Lífeyrissjóðs Rangæinga

Framkvæmd var athugun á starfsemi Lífeyrissjóðs Rangæinga með heimsókn og gagnaöflun þann 18. október 2011 með vísan til 44. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og 9. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Í kjölfar athugunarinnar rituðu starfsmenn Fjármálaeftirlitsins skýrslu þar sem fram komu athugasemdir eftirlitsins og kröfur um úrbætur er skyldi vera lokið innan nánar tiltekinna tímamarka. Voru drög að skýrslunni afhent sjóðnum þann 16. janúar 2012 og honum gefið tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum og frekari upplýsingum á framfæri. Í endanlegri útgáfu skýrslunnar þann 24. apríl 2012, var tekið tillit til þeirra athugasemda eftir því sem tilefni þótti til. Lesa meira

15.6.2012 : Sáttargerð vegna brots á 128. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti

Hinn 23. maí 2012 gerðu Fjármálaeftirlitið og HS Orka hf. með sér sátt vegna brots félagsins á 128. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.). Lesa meira

8.6.2012 : Niðurstöður athugunar á umsjón H.F. Verðbréfa hf. með beinu markaðsaðgengi (e. Direct Market Access, DMA) hjá Kauphöll Íslands

Fjármálaeftirlitið framkvæmdi vettvangsathugun á umsjón H.F. Verðbréfa hf. (HFV) með beinu markaðsaðgengi hjá Kauphöll Íslands á grundvelli heimildar í 9. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Fjármálaeftirlitið aflaði upplýsinga og gagna í tengslum við athugunina á tímabilinu febrúar 2012 til mars 2012. Í kjölfar vettvangsathugunarinnar var HFV send skýrsla þar sem fram komu niðurstöður eftirlitsins. HFV var gefið tækifæri til að koma sjónarmiðum og andmælum á framfæri. Í endanlegu bréfi til HFV, dags. 1. júní 2012, var tekið tillit til þeirra andmæla eftir því sem tilefni þótti til.

Lesa meira

6.6.2012 : Niðurstöður athugunar á ákveðnum þáttum í starfsemi Auðar Capital hf.

Fjármálaeftirlitið gerði athugun á ákveðnum þáttum í starfsemi Auðar Capital hf. á grundvelli heimildar í 9. gr. laga nr. 87/1998. Fjármálaeftirlitið aflaði upplýsinga og gagna í tengslum við athugunina á tímabilinu ágúst 2011 til janúar 2012. Í kjölfar athugunarinnar var Auði Capital hf. sent bréf þar sem fram komu athugasemdir og ábendingar Fjármálaeftirlitsins og kröfur um úrbætur. Auði Capital hf. var gefið tækifæri til að koma sjónarmiðum og andmælum á framfæri. Í endanlegu bréfi til Auðar Capital hf., dags. 18. maí 2012 var tekið tillit til þeirra andmæla sem tilefni þótti til. Lesa meira
Síða 14 af 26






Þetta vefsvæði byggir á Eplica