Ákvarðanir og gagnsæi


Ákvarðanir og gagnsæi (Síða 6)

Fyrirsagnalisti

11.4.2017 : Niðurstaða athugunar á innheimtuferli við frum- og milliinnheimtu hjá Motus ehf., Orkuveitu Reykjavíkur og Símanum hf.

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á innheimtuferli við frum- og milliinnheimtu hjá Motus ehf., Orkuveitu Reykjavíkur og Símanum hf. í janúar 2017. Markmið athugunarinnar var að skoða sérstaklega hvort innheimta félaganna sé í samræmi við góða innheimtuhætti líkt og kveðið er á um í 1. mgr. 6. gr. innheimtulaga nr. 95/2008 og hvort innheimtuviðvaranir félaganna séu í samræmi við 7. gr. innheimtulaga. Þar á meðal hvort hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar sé í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 37/2009 um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar, með síðari breytingum. Athugunin beindist að upplýsingum um fyrstu fimm innheimtumál sem stofnuð voru í byrjun hvers ársfjórðungs, þ.e. í janúar, apríl, júlí og október 2016, hjá hverjum og einum. Verkferlar félaganna voru skoðaðir, ásamt gjaldskrám þeirra. Niðurstöður athugunarinnar lágu fyrir í mars 2017 að undangengnum samskiptum við hluteigandi innheimtufélag hverju sinni.

Lesa meira

4.4.2017 : Stjórnvaldssekt vegna brots Eimskipafélags Íslands hf. gegn 1. mgr. 122. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti

Hinn 8. mars 2017 tók stjórn Fjármálaeftirlitsins ákvörðun um að leggja 50.000.000 króna stjórnvaldssekt á Eimskipafélag Ísland hf. (Eimskip) vegna brots gegn 1. mgr. 122. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.). 

Lesa meira

24.3.2017 : Niðurstaða athugunar á eftirliti með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hjá Valitor hf.

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hjá Valitor hf. með bréfi dagsettu hinn 4. ágúst 2016. Athugunin beindist að framfylgni Valitor hf. við lög nr. 64/2006 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka vegna færsluhirðingar félagsins erlendis, sbr. einnig leiðbeinandi tilmæli Fjármálaeftirlitsins nr. 5/2014 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Lesa meira

22.3.2017 : Niðurstöður athugunar á tölvuöryggi Kauphallar Íslands

Fjármálaeftirlitið hefur í samstarfi við fjármálaeftirlit Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, þar sem Nasdaq Nordic rekur kauphallir, framkvæmt athugun á öryggi tölvukerfa á grundvelli samstarfssamnings um eftirlit með kauphöllum Nasdaq á Norðurlöndunum.

Lesa meira

14.3.2017 : Niðurstöður athugunar hjá Kviku banka hf. á tilteknum þáttum í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Fjármálaeftirlitið lauk athugun hjá Kviku banka hf. (hér eftir Kvika) í febrúar 2017. Athugunin beindist að tilteknum þáttum í aðgerðum Kviku gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. lög nr. 64/2006. Í athuguninni var lögð sérstök áhersla á könnun Kviku á áreiðanleika upplýsinga um viðskiptamenn sína, reglubundið eftirlit með samningssambandinu við viðskiptamenn, tilkynningarskyldu og þjálfun starfsfólks. 

Lesa meira

9.3.2017 : Niðurstöður athugunar á innri endurskoðun Kviku banka hf.

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á innri endurskoðun hjá Kviku banka hf. í nóvember 2016. Markmið athugunarinnar var að kanna hvernig innri endurskoðun bankans væri háttað og hvort hún væri í samræmi við 16. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og leiðbeinandi tilmæli nr. 3/2008 um störf endurskoðunardeildar fjármálafyrirtækja. 

Lesa meira

24.2.2017 : Niðurstaða athugunar á eftirliti með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hjá Borgun hf.

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hjá Borgun hf. með bréfi dagsettu hinn 27. maí 2016. Athugunin beindist að framfylgni Borgunar hf. við lög nr. 64/2006 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka vegna færsluhirðingar félagsins erlendis, sbr. einnig leiðbeinandi tilmæli Fjármálaeftirlitsins nr. 5/2014 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Lesa meira

27.1.2017 : Niðurstaða athugunar á mati á hæfi og tilhlýðileika fjármálaþjónustu Arctica Finance hf.

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á mati Arctica Finance hf. á hæfi viðskiptavina sinna vegna eignastýringar og fjárfestingarráðgjafar og tilhlýðileika fjármálaþjónustunnar þann 6. maí 2016. Markmið athugunarinnar var að kanna hvort verklag og eftirlit verðbréfafyrirtækisins í tengslum við öflun upplýsinga um viðskiptavini sína og ráðleggingar til þeirra vegna eignastýringar og veittrar fjárfestingarráðgjafar væri í samræmi við 15. og 16. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.), sbr. 35. og 36. gr. reglugerðar nr. 995/2007 um fjárfestavernd og viðskipti fjármálafyrirtækja. 

Lesa meira

20.1.2017 : Niðurstaða athugunar á aðskilnaði starfssviða hjá Kviku banka hf.

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á aðskilnaði starfssviða hjá Kviku banka hf. í júlí 2016. Markmið athugunarinnar var að kanna hvort aðskilnaður starfssviða hjá bankanum væri í samræmi við kröfur 8. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.) og 4. þáttar reglugerðar nr. 995/2007 um fjárfestavernd og viðskiptahætti fjármálafyrirtækja, sem Fjármálaeftirlitið hefur útfært nánar í leiðbeinandi tilmælum nr. 4/2014 um aðskilnað starfssviða. Athugunin beindist að aðskilnaði starfssviða í húsnæði bankans, aðskilnaði í stjórnun og aðskilnaði gagna. Að auki voru reglur, stefnur og önnur skjöl bankans þessu tengd, skoðuð. Niðurstöður athugunarinnar lágu fyrir í desember 2016.

Lesa meira

3.1.2017 : Niðurstöður athugunar á stöðu regluvörslu hjá Virðingu hf.

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á stöðu regluvörslu hjá Virðingu hf. í september 2016. Markmið athugunarinnar var að kanna hvort staða regluvörslu væri í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 995/2007 um fjárfestavernd og viðskiptahætti fjármálafyrirtækja, sbr. 2. kafla leiðbeinandi tilmæla nr. 5/2011 um stöðu og verksvið regluvörslu fjármálafyrirtækja.

Lesa meira

3.1.2017 : Niðurstöður athugunar á stöðu regluvörslu hjá Kviku banka hf.

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á stöðu regluvörslu hjá Kviku banka hf. í september 2016. Markmið athugunarinnar var að kanna hvort staða regluvörslu væri í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 995/2007 um fjárfestavernd og viðskiptahætti fjármálafyrirtækja, sbr. 2. kafla leiðbeinandi tilmæla nr. 5/2011 um stöðu og verksvið regluvörslu fjármálafyrirtækja. 

Lesa meira

3.1.2017 : Niðurstöður athugunar á stöðu regluvörslu hjá Gamma Capital Management hf.

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á stöðu regluvörslu hjá Gamma Capital Management hf. í september 2016. Markmið athugunarinnar var að kanna hvort staða regluvörslu væri í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 995/2007 um fjárfestavernd og viðskiptahætti fjármálafyrirtækja, sbr. 2. kafla leiðbeinandi tilmæla nr. 5/2011 um stöðu og verksvið regluvörslu fjármálafyrirtækja. 

Lesa meira

23.12.2016 : Samkomulag um sátt vegna brots Megindar ehf. á 40. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki

Hinn 14. nóvember 2016 gerðu Fjármálaeftirlitið og Megind ehf., hér eftir nefndur málsaðili með sér samkomulag um að ljúka með sátt máli vegna brots á 40. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

Lesa meira

23.12.2016 : Niðurstaða athugunar á mati á hæfi og tilhlýðileika fjármálaþjónustu Kviku banka hf.

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á mati Kviku banka á hæfi viðskiptavina sinna vegna eignastýringar og fjárfestingarráðgjafar og tilhlýðileika fjármálaþjónustunnar þann 6. maí 2016. Markmið athugunarinnar var að kanna hvort verklag og eftirlit bankans í tengslum við öflun upplýsinga og ráðlegginga vegna eignastýringar og fjárfestingarráðgjafar væri í samræmi við 15. og 16. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, sbr. 35. og 36. gr. reglugerðar nr. 995/2007 um fjárfestavernd og viðskipti fjármálafyrirtækja.

Lesa meira

21.11.2016 : Samkomulag um sátt vegna brots Íslandsbanka hf. á 1. mgr. 18. gr. laga nr. 108/2007

Hinn 27. október 2016 gerðu Fjármálaeftirlitið og Íslandsbanki hf. (hér eftir nefndur málsaðili) með sér samkomulag um að ljúka með sátt máli vegna brots á 1. mgr. 18. gr. laga nr. 108/2007.

Lesa meira

14.11.2016 : Niðurstaða athugunar á uppsagnarfresti vátryggingarsamninga og tilkynningum þar að lútandi

Haustið 2016 framkvæmdi Fjármálaeftirlitið athugun á uppsagnarfresti vátryggingarsamninga og tilkynningum þar að lútandi hjá íslenskum vátryggingafélögum. 

Lesa meira

5.10.2016 : Niðurstaða um að Aktiva lausnir ehf. hafi stundað greiðsluþjónustu án tilskilins leyfis

Aktiva lausnir ehf. hóf í sumar að bjóða þjónustu sína við milligöngu um lánveitingar á milli viðskiptavina sinna. Hlutverk Aktiva lausna ehf. er m.a. að tengja saman lántakendur og lánveitendur á sk. lánatorgi. Þjónusta félagsins lýtur einnig að flokkun lántakenda eftir greiðslumati og móttöku og miðlun greiðslna á milli lántakenda til lánveitenda. 

Lesa meira

28.9.2016 : Niðurstöður athugunar á áhættustýringu Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á framkvæmd áhættustýringar hjá Söfnunarsjóði lífeyrisréttinda í maí 2016. Markmið athugunarinnar var að kanna hvernig áhættustýringu sjóðsins væri háttað og hvort hún samræmdist leiðbeinandi tilmælum nr. 1/2013 um áhættustýringu (eftirlitskerfi) samtryggingadeilda lífeyrissjóða. Tilmælin eru sett til leiðbeiningar og nánari skýringa fyrir samtryggingadeildir lífeyrissjóða varðandi þær lágmarkskröfur sem meðal annars koma fram í 9. tölul. 3. mgr. 29. gr. og 1. mgr. 36. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og reglugerð nr. 916/2009 um fjárfestingarstefnu og úttekt á ávöxtun lífeyrissjóða. Niðurstöður athugunarinnar lágu fyrir í ágúst 2016.

Lesa meira

28.9.2016 : Niðurstöður athugunar á áhættustýringu Almenna lífeyrissjóðsins

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á framkvæmd áhættustýringar hjá Almenna lífeyrissjóðinum í maí 2016. Markmið athugunarinnar var að kanna hvernig áhættustýringu sjóðsins væri háttað og hvort hún samræmdist leiðbeinandi tilmælum nr. 1/2013 um áhættustýringu (eftirlitskerfi) samtryggingadeilda lífeyrissjóða. Tilmælin eru sett til leiðbeiningar og nánari skýringa fyrir samtryggingadeildir lífeyrissjóða varðandi þær lágmarkskröfur sem meðal annars koma fram í 9. tölul. 3. mgr. 29. gr. og 1. mgr. 36. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og reglugerð nr. 916/2009 um fjárfestingarstefnu og úttekt á ávöxtun lífeyrissjóða. Niðurstöður athugunarinnar lágu fyrir í ágúst 2016.

Lesa meira

21.9.2016 : Niðurstaða athugunar á mati á hæfi og tilhlýðileika fjármálaþjónustu Arion banka hf.

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á mati Arion banka á hæfi viðskiptavina sinna vegna eignastýringar og fjárfestingarráðgjafar og tilhlýðileika fjármálaþjónustunnar þann 6. maí 2016. Markmið athugunarinnar var að kanna hvort verklag og eftirlit bankans í tengslum við öflun upplýsinga og ráðlegginga vegna eignastýringar og fjárfestingarráðgjafar væri í samræmi við 15. og 16. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, sbr. 35. og 36. gr. reglugerðar nr. 995/2007 um fjárfestavernd og viðskipti fjármálafyrirtækja.

Lesa meira
Síða 6 af 26






Þetta vefsvæði byggir á Eplica