Ákvarðanir og gagnsæi


Ákvarðanir og gagnsæi (Síða 9)

Fyrirsagnalisti

9.9.2015 : Niðurstöður athugunar á tilteknum þáttum í aðgerðum Kortaþjónustunnar hf. gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Í lok maí 2015 hóf Fjármálaeftirlitið athugun hjá Kortaþjónustunni. Athugunin beindist að tilteknum þáttum í aðgerðum félagsins gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. lög nr. 64/2006. Í athuguninni var lögð sérstök áhersla á tilkynningu um tilnefndan ábyrgðarmann, þjálfun starfsmanna, tilkynningar vegna gruns um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, innri reglur, verklag og ferla í tengslum við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Niðurstöður lágu fyrir í september 2015 og byggja á upplýsingum og gögnum sem aflað var við athugunina og stöðunni eins og hún var á þeim tíma.

Lesa meira

9.9.2015 : Niðurstaða athugunar á aðskilnaði starfssviða hjá H.F. Verðbréfum hf.

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á aðskilnaði starfssviða hjá H.F. Verðbréfum hf., um miðjan apríl 2015.  Markmið athugunarinnar var að kanna hvort aðskilnaður starfssviða hjá félaginu væri í samræmi við kröfur 8. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti og 4. þáttar reglugerðar nr. 995/2007 um fjárfestavernd og viðskiptahætti fjármálafyrirtækja, sem Fjármálaeftirlitið hefur útfært nánar í leiðbeinandi tilmælum nr. 4/2014 um aðskilnað starfssviða. Athugunin beindist að aðskilnaði starfssviða í húsnæði félagsins, aðskilnaði í stjórnun og  aðskilnaði gagna.  Að auki voru reglur, stefnur og önnur skjöl félagsins þessu tengd skoðuð. Niðurstöður athugunarinnar lágu fyrir í ágúst 2015.

Lesa meira

27.8.2015 : Niðurstöður athugunar á virðismati útlána Íslandsbanka hf.

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á virðismati útlána hjá Íslandsbanka hf. í apríl 2014 og miðaði hún við stöðu bankans þann 31. desember 2013. Markmið hennar var að kanna áreiðanleika virðismats á lánum til stærstu lánþega bankans með því að skoða virðismatsferli hans og aðferðir til að fylgja því eftir.

Lesa meira

17.8.2015 : Niðurstaða athugunar á aðskilnaði starfssviða hjá Landsbankanum hf.

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á aðskilnaði starfssviða hjá Landsbankanum hf. í lok árs 2014.  Markmið athugunarinnar var að kanna hvort aðskilnaður starfssviða hjá bankanum væri í samræmi við kröfur 8. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti og 4. þáttar reglugerðar nr. 995/2007 um fjárfestavernd og viðskiptahætti fjármálafyrirtækja, sem Fjármálaeftirlitið hefur útfært nánar í leiðbeinandi tilmælum nr. 4/2014 um aðskilnað starfssviða. Athugunin beindist að aðskilnaði starfssviða í húsnæði bankans, aðskilnaði í stjórnun og  aðskilnaði gagna.  Að auki voru reglur, stefnur og önnur skjöl bankans þessu tengd skoðuð. Niðurstöður athugunarinnar lágu fyrir í maí 2015.

Lesa meira

14.8.2015 : Niðurstaða athugunar á aðskilnaði starfssviða hjá Íslenskum verðbréfum hf.

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á aðskilnaði starfssviða hjá Íslenskum verðbréfum hf. á fyrri hluta árs 2015.  Markmið athugunarinnar var að kanna hvort aðskilnaður starfssviða hjá félaginu væri í samræmi við kröfur 8. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti og 4. þáttar reglugerðar nr. 995/2007 um fjárfestavernd og viðskiptahætti fjármálafyrirtækja, sem Fjármálaeftirlitið hefur útfært nánar í leiðbeinandi tilmælum nr. 4/2014 um aðskilnað starfssviða. Athugunin beindist að aðskilnaði starfssviða í húsnæði félagsins, aðskilnaði í stjórnun og  aðskilnaði gagna. Að auki voru reglur, stefnur og önnur skjöl félagsins þessu tengd skoðuð. Niðurstöður athugunarinnar lágu fyrir í júní 2015.

Lesa meira

13.8.2015 : Niðurstaða athugunar á aðskilnaði starfssviða hjá Virðingu hf.

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á aðskilnaði starfssviða hjá Virðingu hf. á fyrri hluta árs 2015. Markmið athugunarinnar var að kanna hvort aðskilnaður starfssviða hjá félaginu væri í samræmi við kröfur 8. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti og 4. þáttar reglugerðar nr. 995/2007 um fjárfestavernd og viðskiptahætti fjármálafyrirtækja, sem Fjármálaeftirlitið hefur útfært nánar í leiðbeinandi tilmælum nr. 4/2014 um aðskilnað starfssviða. Athugunin beindist að aðskilnaði starfssviða í húsnæði félagsins, aðskilnaði í stjórnun og  aðskilnaði gagna. Að auki voru reglur, stefnur og önnur skjöl félagsins þessu tengd skoðuð. Niðurstöður athugunarinnar lágu fyrir í júní 2015.

Lesa meira

24.6.2015 : Niðurstaða athugunar á stjórnarháttum Lífeyrissjóðs verslunarmanna

Á fyrsta ársfjórðungi 2015 hóf Fjármálaeftirlitið athugun á stjórnarháttum Lífeyrissjóðs verslunarmanna.

Lesa meira

16.6.2015 : Niðurstaða athugunar á upplýsingagjöf Lýsingar hf. gagnvart viðskiptamönnum

Hinn 5. mars sl. kvað Hæstiréttur upp dóma í málum nr. 625/2014 og 626/2014 sem vörðuðu skilyrði fyrir beitingu undantekningarreglu um svokallaða fullnaðarkvittun vegna tiltekinna gengislána hjá Lýsingu hf. Í kjölfarið birti Lýsing hf. á heimasíðu sinni upplýsingar um þau úrræði sem viðskiptamönnum stæðu til boða ef þeir teldu sig eiga endurkröfu á hendur félaginu. Var viðskiptamönnum þar gert kleift að senda félaginu tilkynningu um að fallið væri frá fyrri endurreikningi og óskað eftir nýjum endurreikningi á grundvelli undantekningarreglunnar um fullnaðarkvittun sem fyrrnefndir dómar Hæstaréttar byggðu á.

Lesa meira

11.6.2015 : Samkomulag um sátt vegna brots X á 3. gr. innheimtulaga nr. 95/2008

Hinn 15. maí 2015 gerðu Fjármálaeftirlitið og X, hér eftir nefndur málsaðili, með sér samkomulag um að ljúka með sátt máli vegna brots á 3. gr. innheimtulaga nr. 95/2008.

Lesa meira

22.5.2015 : Samkomulag um sátt vegna brots ALM Verðbréfa hf. á 29. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki

Hinn 31. mars 2015 gerðu Fjármálaeftirlitið og ALM Verðbréf hf. (hér eftir nefndur málsaðili) með sér samkomulag um að ljúka með sátt máli vegna brots á 29. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki (fftl.).

Lesa meira

21.5.2015 : Niðurstaða athugunar á viðskiptaháttum Tryggingamiðstöðvarinnar hf.

Fjármálaeftirlitinu barst ábending um viðskiptahætti Tryggingamiðstöðvarinnar hf. varðandi upplýsingagjöf til vátryggingartaka við endurnýjun vátrygginga skv. 11. gr. laga nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga.

Lesa meira

8.5.2015 : Niðurstaða athugunar á lánveitingum MP banka hf. til lögaðila

Fjármálaeftirlitið hefur framkvæmt athugun á nýjum lánveitingum MP banka til fyrirtækja. Athugunin fór fram á öðrum ársfjórðungi 2014. Markmið athugunarinnar var að kanna útlánaferli MP banka, með tilliti til fylgni við útlánareglur og stefnu bankans um verðlagningu og tryggingatöku.

Lesa meira

8.5.2015 : Niðurstaða athugunar á lánveitingum Íslandsbanka hf. til lögaðila

Fjármálaeftirlitið hefur framkvæmt athugun á nýjum lánveitingum Íslandsbanka til lögaðila. Athugunin fór fram á öðrum ársfjórðungi 2014. Markmið athugunarinnar var að kanna útlánaferli Íslandsbanka, með tilliti til fylgni við útlánareglur og stefnu bankans um verðlagningu og tryggingatöku.

Lesa meira

8.5.2015 : Niðurstaða athugunar á lánveitingum Landsbankans hf. til lögaðila

Fjármálaeftirlitið hefur framkvæmt athugun á nýjum lánveitingum Landbankans til lögaðila. Athugunin fór fram á öðrum ársfjórðungi 2014. Markmið athugunarinnar var að kanna útlánaferli Landsbankans, með tilliti til fylgni við útlánareglur og stefnu bankans um verðlagningu og tryggingatöku.

Lesa meira

29.4.2015 : Samkomulag um sátt vegna brots X á 3. gr. innheimtulaga nr. 95/2008

Hinn 12. febrúar 2015 gerðu Fjármálaeftirlitið og X, hér eftir nefndur málsaðili, með sér samkomulag um að ljúka með sátt máli vegna brots á 3. gr. innheimtulaga nr. 95/2008.

Lesa meira

31.3.2015 : Samkomulag um sátt vegna brota FAST-1. slhf. á 122., 128., sbr. 129., og 130. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti

Hinn 16. febrúar 2015 gerðu Fjármálaeftirlitið og FAST-1 slhf. með sér samkomulag um að ljúka með sátt máli vegna brota félagsins á 122., 128., sbr. 129., og 130. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti.

Lesa meira

13.3.2015 : Niðurstaða úttektar á áhættustýringu nokkurra lífeyrissjóða

Á fjórða ársfjórðungi 2014 framkvæmdi Fjármálaeftirlitið athuganir á áhættustýringu tiltekinna lífeyrissjóða. Beindust athuganirnar að því að kanna hvernig áhættustýringu þeirra væri háttað og hvort hún samræmdist leiðbeinandi tilmælum nr. 1/2013 um áhættustýringu (eftirlitskerfi) samtryggingadeilda lífeyrissjóða. Tilmælin eru sett til leiðbeininga og nánari skýringa fyrir samtryggingadeildir lífeyrissjóða varðandi þær lágmarkskröfur sem lög og reglur kveða á um í tengslum við áhættustýringu samtryggingadeilda lífeyrissjóða án þess að um tæmandi skýringar séu að ræða.

Lesa meira

27.2.2015 : Niðurstaða athugunar á stórum áhættuskuldbindingum MP banka hf.

Í september 2014 hóf Fjármálaeftirlitið athugun á stórum áhættuskuldbindingum MP banka hf. Markmið athugunarinnar var að kanna hvort bankinn uppfyllti þær kröfur sem gerðar eru til mildunar áhættuskuldbindinga og voru skoðaðir frádráttarliðir tiltekinna áhættuskuldbindinga í skýrslu MP banka hf. um stórar áhættuskuldbindingar. Þá skoðaði Fjármálaeftirlitið hvort innri reglur og verkferlar MP banka hf. væru í samræmi við  þær kröfur sem lög og reglur gera er varða stórar áhættuskuldbindingar.

Lesa meira

29.1.2015 : Niðurstöður athugunar á útlánasafni Íbúðalánasjóðs

Á fjórða ársfjórðungi 2013 hóf Fjármálaeftirlitið athugun á útlánasafni Íbúðalánasjóðs miðað við stöðu þess þann 30. júní 2013. Athugunin beindist meðal annars að því að kanna hvort gögn vegna lánasafnsskýrslu sem Íbúðalánasjóður skilar mánaðarlega til Fjármálaeftirlitsins væru í samræmi við kröfur eftirlitsins og einnig að virðismati bæði lána til einstaklinga og lögaðila í vanefndum. Niðurstöður Fjármálaeftirlitsins lágu fyrir í desember 2014. Hér er fjallað um helstu athugasemdir og ábendingar varðandi lánasafnsskýrsluna, virðismat útlána og fjárhagslega endurskipulagningu útlána lögaðila.

Lesa meira

20.11.2014 : Niðurstaða athugunar á lánveitingum Lífsverks lífeyrissjóðs til einstaklinga

Fjármálaeftirlitið hefur framkvæmt athugun á lánveitingum Lífsverks lífeyrissjóðs til einstaklinga. Athugunin var framkvæmd á þriðja ársfjórðungi 2014.

Lesa meira
Síða 9 af 26






Þetta vefsvæði byggir á Eplica