Ákvarðanir og gagnsæi


Ákvarðanir og gagnsæi: 2019 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

3.6.2019 : Niðurstaða athugunar á aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hjá líftryggingafélögum og vátryggingamiðlurum

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka í nóvember 2018. Athugunin beindist að líftryggingafélögum með starfsleyfi hér á landi auk vátryggingamiðlara sem miðla áhættu- og söfnunarlíftryggingum með fjárfestingaráhættu. 

Lesa meira

29.5.2019 : Niðurstaða athugunar á aðgerðum Arion banka hf. gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hjá Arion banka hf. með bréfi dagsettu 3. október 2018. 

Lesa meira

22.5.2019 : Samkomulag um sátt vegna brota Eimskipafélags Íslands hf. á 1. mgr. 122. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti

Hinn 5. apríl 2019 gerðu Fjármálaeftirlitið og Eimskipafélag Íslands hf., hér eftir nefndur málsaðili, með sér samkomulag um að ljúka með sátt máli vegna brota á 1. mgr. 122. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti.

Lesa meira

17.5.2019 : Niðurstaða athugunar á undirbúningi og framkvæmd ákvörðunar um lánveitingu

Fjármálaeftirlitið gerði athugun hjá Landsbankanum hf. á undirbúningi og framkvæmd ákvörðunar um tiltekna lánveitingu. 

Lesa meira

17.5.2019 : Brot fjárfestingarsjóðs í rekstri Júpíters rekstrarfélags hf. gegn 5. mgr. 59. gr. laga nr. 128/2011

Fjármálaeftirlitinu barst tilkynning frá Júpíter rekstrarfélagi hf. þann 11. desember 2018 þess efnis að fjárfestingarsjóður í rekstri félagsins hefði farið út fyrir fjárfestingar­heimildir 59. gr. laga nr. 128/2011 um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði þann 10. desember 2018. Í 5. mgr. fyrrgreinds lagaákvæðis er tiltekið að fjárfestingarsjóðum sé heimilt að fjárfesta án takmarkana í fjárfestingarsjóðum en fjárfesting í sama fjárfestingasjóði megi ekki fara yfir 20% af eignum fjárfestingarsjóðs. Brotið varð vegna mistaka við skráningu fjárfestingarinnar í heimildaskjal áður en viðskiptin voru framkvæmd. 

Lesa meira

17.5.2019 : Brot fjárfestingarsjóða í rekstri Landsbréfa hf. gegn 1. mgr. 59. gr. laga nr. 128/2011

Fjármálaeftirlitinu barst tilkynning frá Landsbréfum hf. þann 26. október 2018 þess efnis að tveir fjárfestingarsjóðir í rekstri félagsins hefðu farið út fyrir fjárfestingarheimildir 1. mgr. 59. gr., sbr. 3. tölul. 40. gr. laga nr. 128/2011 um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði þann 25. október 2018. Samkvæmt framangreindum lagaákvæðum er fjárfestingarsjóðum óheimilt að eignast meira en 25% af hlutdeildarskírteinum verðbréfasjóðs og annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu.

Lesa meira

3.5.2019 : Niðurstaða athugunar á eftirlitsaðgerðum tengdum lánaferli Landsbankans hf.

Fjármálaeftirlitið hóf athugun í lok júnímánaðar 2018 á eftirlitsaðgerðum tengdum lánaferli Landsbankans hf. Meginmarkmið athugunarinnar var að fá yfirsýn yfir verklag og verkferla sem snúa að lánveitingum og eftirfylgni bankans með þeim. Jafnframt var kannað hvort hlutverkaskipting væri skýr á milli varnarlína 1 og 2.

Lesa meira

3.5.2019 : Niðurstaða athugunar á eftirlitsaðgerðum tengdum lánaferli Íslandsbanka hf.

Fjármálaeftirlitið hóf athugun í lok aprílmánaðar 2018 á eftirlitsaðgerðum tengdum lánaferli Íslandsbanka hf. Meginmarkmið athugunarinnar var að fá yfirsýn yfir verklag og verkferla sem snúa að lánveitingum og eftirfylgni bankans með þeim. Jafnframt var kannað hvort hlutverkaskipting væri skýr á milli varnarlína 1 og 2.

Lesa meira

3.5.2019 : Niðurstaða athugunar á eftirlitsaðgerðum tengdum lánaferli Arion banka hf.

Fjármálaeftirlitið hóf athugun í lok aprílmánaðar 2018 á eftirlitsaðgerðum tengdum lánaferli Arion banka hf. Meginmarkmið athugunarinnar var að fá yfirsýn yfir verklag og verkferla sem snúa að lánveitingum og eftirfylgni bankans með þeim. Jafnframt var kannað hvort hlutverkaskipting væri skýr á milli varnarlína 1 og 2.

Lesa meira

9.4.2019 : Niðurstaða um brot Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. á 126. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti

Hinn 18. mars 2019 komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Lánasjóður sveitarfélaga ohf. hefði brotið gegn 3. ml. 1. mgr. 126. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.) þar sem sjóðurinn tilkynnti Fjármálaeftirlitinu ekki samdægurs um að hafa lánað viðskiptavaka skuldabréf útgefin af sjóðnum (svokölluð verðbréfalán). Um var að ræða nokkurn fjölda tilvika á tímabilinu 20. ágúst 2009 til 30. maí 2018. 

Lesa meira

5.4.2019 : Niðurstaða athugunar á þarfagreiningu og varðveislu gagna hjá Tryggingum og ráðgjöf ehf.

Fjármálaeftirlitið hóf athugun í desember 2018 á þarfagreiningu og varðveislu gagna hjá Tryggingum og ráðgjöf ehf., en Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með viðskiptaháttum vátryggingamiðlara samkvæmt 1. mgr. 59. gr., sbr. 28. gr. laga nr. 32/2005 um miðlun vátrygginga.

Lesa meira

5.4.2019 : Niðurstaða athugunar á þarfagreiningu og varðveislu gagna hjá Nýju vátryggingaþjónustunni ehf.

Fjármálaeftirlitið hóf athugun í desember 2018 á þarfagreiningu og varðveislu gagna hjá Nýju vátryggingaþjónustunni ehf., en Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með viðskiptaháttum vátryggingamiðlara samkvæmt 1. mgr. 59. gr., sbr. 28 gr. laga nr. 32/2005 um miðlun vátrygginga.

Lesa meira

5.4.2019 : Niðurstaða athugunar á þarfagreiningu og varðveislu gagna hjá Tryggingamiðlun Íslands ehf.

Fjármálaeftirlitið hóf athugun í desember 2018 á þarfagreiningu og varðveislu gagna hjá Tryggingamiðlun Íslands ehf., en Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með viðskiptaháttum vátryggingamiðlara samkvæmt 1. mgr. 59. gr., sbr. 28 gr. laga nr. 32/2005 um miðlun vátrygginga.

Lesa meira

5.4.2019 : Niðurstaða athugunar á þarfagreiningu og varðveislu gagna hjá Tryggja ehf.

Fjármálaeftirlitið hóf athugun í desember 2018 á þarfagreiningu og varðveislu gagna hjá Tryggja ehf., en Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með viðskiptaháttum vátryggingamiðlara samkvæmt 1. mgr. 59. gr., sbr. 28 gr. laga nr. 32/2005 um miðlun vátrygginga.

Lesa meira

20.3.2019 : Niðurstaða athugunar á þátttöku framkvæmdastjóra fjármálafyrirtækis í atvinnurekstri

Fjármálaeftirlitið tók til athugunar stjórnarsetu og þátttöku framkvæmdastjóra fjármálafyrirtækis í atvinnurekstri, sbr. 56. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

Lesa meira

12.3.2019 : Niðurstaða athugunar á túlkun skilmála og framkvæmd tjónsuppgjörs vegna fjölskyldutrygginga hjá Sjóvá – Almennum tryggingum hf. og Vátryggingafélagi Íslands hf.

Fjármálaeftirlitið hóf í október 2018 athugun á skilmálum fjölskyldutrygginga og túlkun þeirra í tengslum við framkvæmd á tjónsuppgjöri vegna reiðhjólaóhappa og slysa. Markmið athugunarinnar var að skoða sérstaklega hvort framkvæmdin væri í samræmi við II. kafla laga nr. 30/2004 um vátryggingasamninga, 9. gr. laga nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi og 4. gr. reglna nr. 673/2017 um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti vátryggingafélaga. 

Lesa meira

22.2.2019 : Samkomulag um sátt vegna brots Landsbankans hf. á 1. mgr. 78. gr. og 1. mgr. 86. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti

Hinn 21. desember 2018 gerðu Fjármálaeftirlitið og Landsbankinn hf., hér eftir nefndur málsaðili, með sér samkomulag um að ljúka með sátt máli vegna brota á 1. mgr. 78. gr. og 1. mgr. 86. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.).

Lesa meira

25.1.2019 : Niðurstaða athugunar á meðhöndlun kvartana hjá Sjóvá-Almennum tryggingum hf.

Fjármálaeftirlitið hóf í október 2018 athugun á meðhöndlun kvartana hjá Sjóvá-Almennum tryggingum hf. Markmið athugunarinnar var að skoða sérstaklega hvort framkvæmdin væri í samræmi við II. kafla reglna nr. 673/2017 um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti vátryggingafélaga, en þar er fjallað um samskipti vátryggingafélaga við viðskiptavini og meðhöndlun kvartana.

Lesa meira

23.1.2019 : Niðurstaða athugunar á tilkynningum Arion banka hf. um skortstöður til Fjármálaeftirlitsins

Með bréfi dagsettu 22. nóvember 2017 hóf Fjármálaeftirlitið athugun á tilkynningum frá Arion banka hf. (Arion banki/bankinn) til Fjármálaeftirlitsins um skortstöður á grundvelli reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 236/2012 um skortsölu og tiltekna þætti skuldatrygginga (hér eftir skortsölureglugerðin/reglugerðin) sem tók gildi hér á landi með lögum nr. 55/2017.

Lesa meira

16.1.2019 : Niðurstaða athugunar á meðhöndlun kvartana hjá Tryggingamiðstöðinni hf., Vátryggingafélagi Íslands hf. og Verði tryggingum hf.

Fjármálaeftirlitið hóf í október 2018 athugun á meðhöndlun kvartana hjá ofangreindum vátryggingafélögum. Markmið athugunarinnar var að skoða sérstaklega hvort framkvæmdin væri í samræmi við II. kafla reglna nr. 673/2017 um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti vátryggingafélaga, en þar er fjallað um samskipti vátryggingafélaga við viðskiptavini og meðhöndlun kvartana. 

Lesa meira
Síða 2 af 2






Þetta vefsvæði byggir á Eplica