Ákvarðanir og gagnsæi


Ákvarðanir og gagnsæi (Síða 11)

Fyrirsagnalisti

24.1.2014 : Niðurstaða athugunar á útlánastarfsemi MP banka hf.

Vorið 2012 framkvæmdi Fjármálaeftirlitið athugun á útlánastarfsemi MP banka hf. Athugunin beindist annars vegar að því að meta virði útlána bankans og hins vegar að útlánaferlinu, þar sem athugað var hvort bankinn fylgdi lögum og innri reglum. Niðurstaða Fjármálaeftirlitsins lá fyrir þann 28. júní 2013 og byggði á gögnum og upplýsingum miðað við verklag og stöðu lána bankans þann 31. mars 2012. Eins og tímasetningar bera með sér var að nokkru leyti verið að skoða aðstæður eins og þær voru þegar núverandi eigendur tóku við starfseminni og nýr banki var stofnaður í apríl 2011.
Lesa meira

20.1.2014 : Niðurstaða athugunar á fjárfestingum Lífeyrissjóðs Vestfirðinga

Á þriðja ársfjórðungi 2013 hóf Fjármálaeftirlitið athugun á fjárfestingum Lífeyrissjóðs Vestfirðinga með það að markmiði að kanna hvort fjárfestingar sjóðsins rúmuðust innan heimilda laga og hvort flokkun fjárfestinga í skýrslum sjóðsins til Fjármálaeftirlitsins um sundurliðun fjárfestinga væri rétt. Niðurstaða Fjármálaeftirlitsins lá fyrir þann 6. janúar 2014.
Lesa meira

14.1.2014 : Niðurstaða athugunar á lánveitingum Stafa lífeyrissjóðs til einstaklinga

Fjármálaeftirlitið hefur framkvæmt athugun á lánveitingum Stafa lífeyrissjóðs til einstaklinga, með vísan til 44. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og 9. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
Lesa meira

14.1.2014 : Niðurstaða athugunar á lánveitingum Festu lífeyrissjóðs til einstaklinga

Fjármálaeftirlitið hefur framkvæmt athugun á lánveitingum Festu lífeyrissjóðs til einstaklinga, með vísan til 44. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og 9. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
Lesa meira

13.1.2014 : Niðurstöður athugunar hjá MP banka hf. á tilteknum þáttum í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Hinn 10. maí 2013 hóf Fjármálaeftirlitið athugun hjá MP banka hf. Athugunin beindist að tilteknum þáttum í aðgerðum MP banka gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. lög nr. 64/2006. Í athuguninni var lögð sérstök áhersla á könnun MP banka á áreiðanleika upplýsinga um viðskiptamenn sína, reglubundið eftirlit með þeim og innri reglur bankans um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Lesa meira

13.1.2014 : Niðurstöður athugunar hjá Valitor hf. á tilteknum þáttum í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Hinn 9. janúar 2013 hóf Fjármálaeftirlitið athugun hjá Valitor hf. Athugunin beindist að tilteknum þáttum í aðgerðum Valitor gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. lög nr. 64/2006. Í athuguninni var lögð sérstök áhersla á innri reglur félagsins um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Lesa meira

9.1.2014 : Sáttargerð vegna brots á 2. mgr. 68. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti

Hinn 9. desember 2013 gerðu Fjármálaeftirlitið og FÍ Fasteignafélagið slhf. með sér sátt vegna brots félagsins á 2. mgr. 68. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.).
Lesa meira

20.12.2013 : Gagnsæistilkynning vegna athugunar á viðskiptaháttum Lýsingar hf. í kjölfar dóms Hæstaréttar í máli nr. 672/2012

Í kjölfar dóms Hæstaréttar Íslands í máli nr. 672/2012 upplýsti Lýsing hf. Fjármálaeftirlitið um viðbrögð sín við dóminum, einkum að því er laut að veitingu upplýsinga til viðskiptavina um mögulegt fordæmisgildi dómsins.  Þannig hafði Lýsing hf. að eigin frumkvæði sent bréf til þeirra viðskiptavina sem voru með virka lánasamninga, sambærilega þeim sem um var fjallað í málinu. Í bréfinu var skorað á þá viðskiptavini sem teldu sig hafa samið um lægri kjör en markaðskjör á þeim hluta samnings sem er í íslenskum krónum, að gera skriflega athugasemd og óska eftir leiðréttingu á greiðslum.
Lesa meira

17.12.2013 : Niðurstaða úttektar á áhættustýringu vátryggingafélaga

Fjármálaeftirlitið framkvæmdi athuganir á áhættustýringu vátryggingafélaga með heimsókn og gagnaöflun á þriðja ársfjórðungi 2013 á grundvelli 8. og 9. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Þau félög sem athugunin beindist að voru: Okkar líftryggingar hf., Sjóvá-Almennar tryggingar hf., Tryggingamiðstöðin hf., Vátryggingafélag Íslands hf. og Vörður tryggingar hf. Fjármálaeftirlitið gaf í janúar 2011 út leiðbeinandi tilmæli nr. 1/2011, um áhættustýringu vátryggingafélaga og var markmið tilmælanna að leiðbeina vátryggingafélögum um bestu framkvæmd áhættustýringar. Tilmælin eru mikilvægur liður í undirbúningi vátryggingafélaga fyrir innleiðingu krafna Solvency II tilskipunarinnar, nr. 2009/138/EB. Athugun Fjármálaeftirlitsins beindist að því að kanna hvort áhættustýring vátryggingafélaga væri í samræmi við nefnd tilmæli.
Lesa meira

26.11.2013 : Sáttargerð vegna brots á 86. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti

Hinn 28. október 2013 gerðu Fjármálaeftirlitið og MP banki hf. með sér sátt vegna brots félagsins á 86. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.).
Lesa meira

19.11.2013 : Niðurstöður vegna athugunar á lánasafnsskýrslu Íslandsbanka hf.

Fjármálaeftirlitið hóf, í apríl 2013, athugun á lánasafnsskýrslu (e. Loan Portfolio Analysis Report eða LPAR) Íslandsbanka hf. Lánasafnsskýrslu, sem skilað er mánaðarlega til Fjármálaeftirlitsins, er ætlað að greina frá stöðu útlánasafns lánastofnunar út frá sjónarhorni endurskipulagningar safnsins. Megintilgangur skýrslunnar er að fylgjast með framgangi á endurskipulagningu lánasafns bankans og eru viðskiptavinir flokkaðir niður eftir umfangi og eðli þeirrar endurskipulagningar sem þeir hafa gengið gegnum eða hversu alvarleg fjárhagsstaða þeirra er gagnvart bankanum.
Lesa meira

18.11.2013 : Sáttargerð vegna brots á 125. gr. og 126. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti

Hinn 15. október 2013 gerðu Fjármálaeftirlitið og X, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis banka hf., með sér sátt vegna brots á 125. gr. og 126. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.).
Lesa meira

12.11.2013 : Sáttargerð vegna innheimtustarfsemi Dróma hf.

Að fengnum ábendingum hóf Fjármálaeftirlitið í lok árs 2012 athugun á innheimtustarfsemi Dróma hf. Athugunin beindist að því hvort innheimta Dróma hf., annars vegar á lánum í eigu Eignasafns Seðlabanka Íslands ehf. (ESÍ)/Hildu ehf. og hins vegar á lánum í eigu Frjálsa hf., félli undir 3. gr. innheimtulaga nr. 95/2008 og krefðist innheimtuleyfis.
Lesa meira

11.11.2013 : Niðurstaða athugunar hjá Sjóvá-Almennum tryggingum hf. á þjónustuþætti félagsins; STOFNI

Fjármálaeftirlitið hefur framkvæmt athugun á þjónustuþætti Sjóvár-Almennra trygginga hf. undir heitinu STOFN, með vísan til 1. mgr. 62. gr. laga nr. 56/2010 um vátryggingastarfsemi, sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga og 1. mgr. 9. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
Lesa meira

29.10.2013 : Athugun á starfsháttum Dróma hf. í tengslum við afturköllun endurútreiknings og afléttingu veðbanda

Í lok júní sl. hóf Fjármálaeftirlitið athugun á því hvort starfshættir Dróma hf. í tengslum við endurútreikning gengislána og afléttingu veðbanda samræmdust ákvæðum laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu (vaxtalög). Töluverð samskipti hafa átt sér stað milli Fjármálaeftirlitsins og Dróma hf. vegna athugunar þessarar.
Lesa meira

14.10.2013 : Sáttargerð vegna brots á 128. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti

Hinn 29. ágúst 2013 gerðu Fjármálaeftirlitið og Century Aluminum Company með sér sátt vegna brota félagsins á 128. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.).
Lesa meira

1.10.2013 : Stjórnvaldssektir vegna brota nokkurra einstaklinga gegn 1. mgr. 45. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti

Þann 11. september 2013 tók stjórn Fjármálaeftirlitsins ákvörðun um að sekta nokkra einstaklinga vegna brota gegn 1. mgr. 45. gr. laga nr. 108/2007.
Lesa meira

30.9.2013 : Niðurstöður athugunar hjá Straumi fjárfestingabanka hf. á tilteknum þáttum í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Hinn 6. júní 2013 hóf Fjármálaeftirlitið athugun hjá Straumi fjárfestingabanka hf. (hér eftir Straumur). Athugunin beindist að tilteknum þáttum í aðgerðum Straums gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. lög nr. 64/2006. Í athuguninni var lögð sérstök áhersla á könnun Straums á áreiðanleika upplýsinga um viðskiptamenn sína, reglubundið eftirlit með þeim og innri reglur bankans um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Lesa meira

25.9.2013 : Niðurstaða athugunar á lánveitingum Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins til einstaklinga

Fjármálaeftirlitið hefur framkvæmt athugun á lánveitingum Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins til einstaklinga, með vísan til 44. gr. laga nr. 129/1998, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og 9. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
Lesa meira

20.9.2013 : Stjórnvaldssekt vegna brots HS Orku hf. gegn 2. mgr. 128. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti

Þann 11. september 2013 tók stjórn Fjármálaeftirlitsins ákvörðun um að sekta HS Orku hf. vegna brots gegn 2. mgr. 128. gr. laga nr. 108/2007.

Lesa meira
Síða 11 af 26






Þetta vefsvæði byggir á Eplica