Fréttir


Fréttir: febrúar 2010

Fyrirsagnalisti

22.2.2010 : Fjármálaeftirlitið athugar iðgjöld og viðskiptahætti vátryggingafélaga

Fjármálaeftirlitið (FME) athugaði iðgjöld og viðskiptahætti vátryggingafélaga á síðari hluta ársins 2009. Við athugunina var lögð megináhersla á starfsemi félaganna í ökutækjatryggingum en einnig var horft til annarra vátryggingagreina. Athugunin fór fram á vettvangi hjá vátryggingafélögunum þar sem fundað var með forsvarsmönnum þeirra, auk þess sem fulltrúar FME fengu aðgang að upplýsingakerfum félaganna til að skoða og meta þróun í iðgjöldum.

Lesa meira

22.2.2010 : Til áréttingar varðandi starfshætti vátryggingamiðlara

Fjármálaeftirlitinu hafa borist nokkrar kvartanir vegna starfshátta vátryggingamiðlana sem starfa á grundvelli b-liðar 1. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga um miðlun nr. 32/2005. Kvartanirnar snúast flestar um að tilteknar vátryggingamiðlanir kynni sig sem óháða vátryggingamiðlun án þess að upplýsa um nöfn þeirra vátryggingafélaga sem miðlað er fyrir og jafnvel er gefið í skyn að miðlað sé fyrir öll innlend skaðavátryggingafélög. Lesa meira

17.2.2010 : Breytt framkvæmd við mat á hæfi stjórnarmanna

Fjármálaeftirlitið hefur sett á stofn þriggja manna ráðgjafarnefnd um mat á hæfi stjórnarmanna, sem skipuð er sérfróðum aðilum en þeir eru: Jón Sigurðsson, rekstrarhagfræðingur sem er formaður, Einar Guðbjartsson, dósent hjá viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og Rúnar Guðmundsson, sviðsstjóri hjá Fjármálaeftirlitinu.

Lesa meira

3.2.2010 : CESR birtir yfirlit um skyldur og ábyrgð vörsluaðila verðbréfasjóða

Fjármálaeftirlitið vekur athygli fjárfesta á því að CESR (Samstarfsnefnd evrópskra eftirlitsaðila á verðbréfamarkaði) hefur birt yfirlit á heimasíðu sinni um skyldur og ábyrgð vörsluaðila verðbréfasjóða Lesa meira






Þetta vefsvæði byggir á Eplica