Fréttir


Fréttir: nóvember 2012

Fyrirsagnalisti

30.11.2012 : Eftirlit Fjármálaeftirlitsins með félögum sem stýrt er af slitastjórnum

Að undanförnu hefur verið umræða um sérstakt eftirlit Fjármálaeftirlitsins með rekstri félaga sem stýrt er af slitastjórnum, sbr. ákvæði 101. gr. a. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Hér á eftir verður nánar vikið að því hvaða félög sæta eftirliti á grundvelli fyrrnefnds ákvæðis og í hverju eftirlit stofnunarinnar er fólgið.

Lesa meira

27.11.2012 : Kauphöllin opnar fyrir viðskipti með öll skuldabréf Íbúðalánasjóðs

Fjármálaeftirlitið vill vekja athygli á því að NASDAQ OMX Iceland hf. (Kauphöllin) hefur opnað fyrir viðskipti með öll skuldabréf Íbúðalánasjóðs. Frétt Kauphallarinnar um opnun viðskipta má finna hér en tiltekin skuldabréf hafa verið færð á athugunarlista Kauphallarinnar: https://newsclient.omxgroup.com/cdsPublic/viewDisclosure.action?disclosureId=531728&lang=is  Lesa meira

27.11.2012 : Kauphöllin stöðvar viðskipti

Fjármálaeftirlitið vill vekja athygli á því að NASDAQ OMX Iceland hf. (Kauphöllin) hefur stöðvað viðskipti með skuldabréf útgefin af Íbúðalánssjóði.

Lesa meira

27.11.2012 : Rof á þjónustu skýrsluskilakerfis

Af óviðráðanlegum ástæðum verður rof á þjónustu skýrsluskilakerfis Fjármálaeftirlitsins í kvöld, 27. nóvember á milli 20:00 og 22:00. Á meðan á þessu rofi stendur verður ekki hægt að skila inn skýrslum til Fjármálaeftirlitsins í gegnum vefinn. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta getur valdið.

Lesa meira

23.11.2012 : Athugun á því hvort Verðbréfaskráning Íslands hf. og verðbréfauppgjörsumhverfið á Íslandi uppfylli tilmæli um öryggi verðbréfauppgjörs

Veturinn 2011-2012 gerði Fjármálaeftirlitið athugun á uppgjörsumhverfinu á Íslandi og uppgjörskerfi Verðbréfaskráningar Íslands hf. (Verðbréfaskráning). Athugunin var gerð í samvinnu við Seðlabanka Íslands. Í athuguninni var skoðað hvort uppgjörsumhverfið á Íslandi og verðbréfauppgjörskerfi Verðbréfaskráningar uppfylli skilyrði tilmæla Evrópska Seðlabankans og CESR (samtök evrópskra verðbréfaeftirlita) frá árinu 2009 (e. recommendations for securities settlement systems). Lesa meira

9.11.2012 : Nýjar reglur um framkvæmd hæfismats framkvæmdastjóra og stjórnarmanna í vátryggingafélögum og fjármálafyrirtækjum

Þann 1. október síðastliðinn gaf Fjármálaeftirlitið út umræðuskjal vegna breytinga á reglum um framkvæmd hæfismats framkvæmdastjóra og stjórnarmanna vátryggingafélaga annars vegar og fjármálafyrirtækja hins vegar. Lesa meira

5.11.2012 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns: Lesa meira

1.11.2012 : Anna Mjöll Karlsdóttir ráðin yfirlögfræðingur Fjármálaeftirlitsins

Anna Mjöll Karlsdóttir hefur verið ráðin yfirlögfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu. Hún hefur langa starfsreynslu í stjórnsýslunni og í dómskerfinu, en hefur starfað hjá Fjármálaeftirlitinu frá 1. september 2010, síðast  sem aðstoðarframkvæmdastjóri eftirlitssviðs. Anna mun taka við hinu nýja starfi hinn 5. nóvember næstkomandi. Lesa meira






Þetta vefsvæði byggir á Eplica