Fréttir


Fréttir: júní 2010

Fyrirsagnalisti

30.6.2010 : Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands senda fjármálafyrirtækjum tilmæli

Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands hafa sent fjármálafyrirtækjum tilmæli vegna óskuldbindandi gengistryggingarákvæða og kynntu þau í kjölfarið á sameiginlegum blaðamannafundi. Tilmælin eru svohljóðandi:

Lesa meira

25.6.2010 : Ný lög um vátryggingastarfsemi

Nýverið tóku gildi lög um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010 sem leystu af hólmi eldri lög nr. 60/1994. Lögin gilda um frumtryggingastarfsemi á sviði skaðatrygginga og persónutrygginga auk hvers konar endurtrygginga en eftirlit með þeim er sem fyrr í höndum Fjármálaeftirlitsins. Lesa meira

16.6.2010 : Leiðrétting á úttekt

Í úttekt á starfsemi Sparnaðar ehf. sem birt var 15. júní undir gagnsæi á vef Fjármálaeftirlitsins var sagt að tryggð ávöxtun séreignatryggingar sem Sparnaður ehf. býður væri 1,3% þegar búið væri að taka tillit til kostnaðar. Hið rétta er að ávöxtunin er 1,38%. Beðist er velvirðingar á þessari misritun. Lesa meira

15.6.2010 : Tryggingafræðileg staða lífeyrissjóða án ábyrgðar launagreiðenda

Lífeyrissjóðir án ábyrgðar launagreiðenda, 24 talsins, hafa nú skilað skýrslum um tryggingafræðilega stöðu miðað við stöðuna 31/12/2009. Bráðabirgða niðurstöður sýna að heildar tryggingafræðileg staða er nokkuð svipuð frá árinu áður og er vegið meðaltal tryggingafræðilegrar stöðu -11%.

Lesa meira

15.6.2010 : Tryggingafræðileg staða lífeyrissjóða með ábyrgð launagreiðenda

Fjármálaeftirlitið beindi þeim tilmælum til lífeyrissjóða að flýta skýrsluskilum vegna tryggingafræðilega athugana, fyrir árið 2009, og voru skýrsluskil dagsett 15. maí sl. Nú hafa borist skýrslur um tryggingafræðilegar athuganir þeirra 16 lífeyrissjóða sem eru með ábyrgð launagreiðenda.

Lesa meira

11.6.2010 : Fjármálaeftirlitið fær aðild að Alþjóðasambandi verðbréfaeftirlita

Aðildarumsókn Fjármálaeftirlitsins að Alþjóðasambandi verðbréfaeftirlita (IOSCO) var samþykkt hinn 9. júní síðastliðinn. Með aðildinni getur Fjármálaeftirlitið skipst á upplýsingum um verðbréfaviðskipti við flestar þjóðir heims innan ramma gildandi laga. Lesa meira

3.6.2010 : Fjármálaeftirlitið stóreflir rannsóknir vegna mögulegra brota sem tengjast bankahruninu

Fjármálaeftirlitið (FME) mun á næstu vikum og mánuðum stórefla rannsóknarhóp sinn sem sinnir athugunum á mögulegum brotum í tengslum við bankahrunið. FME mun bæta við 12 nýjum starfsmönnum í hópinn en hann vinnur í nánu samstarfi við embætti Sérstaks saksóknara. Fyrir eru fimm öflugir einstaklingar í hópnum þannig að með þessari viðbót mun hann meira en þrefaldast að stærð. Lesa meira






Þetta vefsvæði byggir á Eplica