Fréttir


Fréttir: desember 2009

Fyrirsagnalisti

30.12.2009 : Samningur um yfirlestur og staðfestingu lýsinga og opinbera skráningu verðbréfa

Samkvæmt 138. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti er Fjármálaeftirlitinu heimilt að fela skipulegum verðbréfamarkaði eftirlitsverkefni samkvæmt lögunum. Með vísan til 2. mgr. 52. gr. laga nr. 108/2007 hafa Fjármálaeftirlitið og NASDAQ OMX Iceland hf. (Kauphöllin) gert með sér nýjan samning um yfirlestur og staðfestingu lýsinga sem og opinbera skráningu verðbréfa.

Lesa meira

11.12.2009 : CEBS birtir leiðbeinandi tilmæli um Hybrid instruments

Birt hafa verið á heimasíðu CEBS leiðbeinandi tilmæli um Hybrid instruments sem taka gildi 1. janúar 2011 Lesa meira

10.12.2009 : Fjármálaeftirlitið og Innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar á Blönduósi gera samstarfssamning

Fjármálaeftirlitið og Sýslumaðurinn á Blönduósi, fyrir hönd Innheimtumiðstöðvar sekta og sakarkostnaðar (IMST), hafa gert með sér samstarfssamning um sektarinnheimtu. Í samningnum felst að IMST tekur að sér innheimtu á dagsektum og févíti sem Fjármálaeftirlitið beitir, stjórnvaldssektum sem Fjármálaeftirlitið leggur á einstaklinga og lögaðila og sáttarboðum og sáttargerðum sem Fjármálaeftirlitinu er heimilt að gera. Jafnframt er gert ráð fyrir IMST taki að sér innheimtu eftirlitsgjalds samkvæmt lögum nr. 99/1999, sem leggst á eftirlitsskylda aðila.

Lesa meira

7.12.2009 : Niðurfelling reglna nr. 966/2001

Þann 13. nóvember 2009 tók gildi reglugerð nr. 916/2009, um fjárfestingarstefnu og úttekt á ávöxtun lífeyrissjóða og vörsluaðila séreignarsparnaðar, sem fjármálaráðherra setti á grundvelli 56. gr. laga nr. 129/1997. Lesa meira






Þetta vefsvæði byggir á Eplica