Fréttir


Fréttir: maí 2016

Fyrirsagnalisti

31.5.2016 : Fjármálaeftirlitið birtir aðferðafræði og almenn viðmið vegna framkvæmdar könnunar- og matsferlis FME

Fjármálaeftirlitið hefur birt aðferðafræði sína og almenn viðmið vegna framkvæmdar könnunar- og matsferlis stofnunarinnar. Tilgangur skjalsins er að skilgreina og kynna aðferðafræði og framkvæmd könnunar- og matsferlis Fjármálaeftirlitsins. Aðferðafræðin byggir á viðmiðunarreglum Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar (EBA) um könnunar- og matsferli frá desember 2014 og vinnur Fjármálaeftirlitið samkvæmt þeim viðmiðunarreglum frá ársbyrjun 2016 þegar þær tóku gildi.

Lesa meira

24.5.2016 : Ársfundur Fjármálaeftirlitsins 2016 verður haldinn 1. júní næstkomandi

Ársfundur Fjármálaeftirlitsins verður haldinn þann 1. júní næstkomandi klukkan 15:00 í Salnum í Kópavogi. Fundinn ávarpa Ásta Þórarinsdóttir, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins og Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri. Þá mun Sven Erik Svedman, forseti ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, ávarpa fundinn sem sérstakur gestur.

Lesa meira

23.5.2016 : Nýjar reglur um kaupaukakerfi samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki

Þann 13. apríl sl. samþykkti stjórn Fjármálaeftirlitsins nýjar reglur um kaupaukakerfi samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki. Reglur nr. 388/2016 voru birtar í Stjórnartíðindum þann 12. maí sl.. Við gildistöku þeirra féllu úr gildi reglur nr. 700/2011 um kaupaukakerfi fjármálafyrirtækja. Hinar nýju reglur má nálgast hér.

Lesa meira

19.5.2016 : Annar fundur fjármálastöðugleikaráðs árið 2016

Annar fundur fjármálastöðugleikaráðs á árinu 2016 var haldinn miðvikudaginn 18. maí í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Á fundi ráðsins var farið yfir helstu áhættuþætti í fjármálakerfinu og greinargerð kerfisáhættunefndar til fjármálastöðugleikaráðs. Á heildina litið hefur dregið úr áhættu í fjármálakerfinu síðan fjármálastöðugleikaráð kom síðast saman. Þeir áhættuþættir sem taldir eru skipta mestu máli um þessar mundir eru merki um aukna spennu í þjóðarbúskapnum sem til lengdar getur aukið hættu á fjármálalegu ójafnvægi, sviptingar á alþjóðlegum mörkuðum sem gætu haft áhrif á aðgengi innlendra banka að erlendum lánsfjármörkuðum og aukið innstreymi fjármagns sem gæti ýtt undir aukna skuldsetningu innlendra aðila og dregið úr viðnámsþrótti þeirra í niðursveiflu.

Lesa meira

17.5.2016 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Með vísan til 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns:

Lesa meira

13.5.2016 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu líftryggingastofns

Með vísan til 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu líftryggingastofns:

Lesa meira

10.5.2016 : Gagnaskilakerfi komið í lag

Viðgerð er lokið á gagnaskilakerfi Fjármálaeftirlitsins og er það nú komið í lag. Lesa meira

10.5.2016 : Bilun í gagnaskilakerfi

Bilun hefur komið upp í gagnaskilakerfi Fjármálaeftirlitsins og er unnið að viðgerð. Kerfið er í gangi en gengur mjög hægt. Gert er ráð fyrir að kerfið ætti að vera komið í lag innan tveggja klukkustunda eða fyrir hálf tvö.

Lesa meira

3.5.2016 : Salka2 ehf. og Þorkell Magnússon hæf til að fara með virkan eignarhlut í Öldu sjóðum hf.

Hinn 29. apríl sl. komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Salka2 ehf. sé hæft til að fara með virkan eignarhlut í Öldu sjóðum hf. sem nemur allt að 20%, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

Lesa meira






Þetta vefsvæði byggir á Eplica