Fréttir


Fréttir: september 2013

Fyrirsagnalisti

19.9.2013 : Afsal leyfa til reksturs markaðstorgs fjármálagerninga

Fjármálaeftirlitið hefur samþykkt afsal starfsleyfa Arion banka hf., Íslandsbanka hf. og Landsbankans hf. til reksturs markaðstorgs fjármálagerninga. Með samþykkinu fellur niður heimild bankanna til að stunda umrædda starfsemi á grundvelli g-liðar 6. tölul. 1. mgr. 3. gr. og h-liðar 1. tölul. 1. mgr. 25. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Fjármálaeftirlitið samþykkti afsal leyfanna í kjölfar þess að stjórnir bankanna samþykktu með ótvíræðum hætti að afsala sér þeim.
Lesa meira

18.9.2013 : Heildarniðurstöður ársreikninga fjármálafyrirtækja 2012

Fjármálaeftirlitið hefur tekið saman skýrslu með heildarniðurstöðum ársreikninga ársins 2012 hjá fjármálafyrirtækjum ásamt ýmsum samandregnum upplýsingum um viðskiptabanka, sparisjóði, lánafyrirtæki (einu nafni lánastofnanir), verðbréfafyrirtæki, verðbréfamiðlanir og rekstrarfélög verðbréfasjóða auk verðbréfa- og fjárfestingasjóða.
Lesa meira

12.9.2013 : Tilkynning vegna umfjöllunar um Dróma hf. í fréttum RÚV

Í fréttatíma RÚV fyrr í dag og á heimasíðunni www.ruv.is var frá því greint að starfsleyfi Dróma hf. yrði ekki framlengt. Af því tilefni telur Fjármálaeftirlitið rétt að upplýsa að Drómi hf. er ekki með starfsleyfi frá Fjármálaeftirlitinu en um er að ræða eignarhaldsfélag sem stýrt er af slitastjórn SPRON.
Lesa meira






Þetta vefsvæði byggir á Eplica