Fréttir


Fréttir: desember 2013

Fyrirsagnalisti

20.12.2013 : Halla Sigrún Hjartardóttir skipuð stjórnarformaður FME

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað Höllu Sigrúnu Hjartardóttur formann stjórnar Fjármálaeftirlitsins (FME). Halla Sigrún tekur við af formennskunni af Aðalsteini Leifssyni. Lesa meira

17.12.2013 : Viðvörun Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar vegna sýndargjaldeyris

Evrópska bankaeftirlitsstofnunin (EBA) gaf í dag út viðvörun vegna áhættu sem fylgt getur viðskiptum með svonefndan sýndargjaldeyri (e. virtual currencies) eins og t.d. bitcoin. Stofnunin bendir á að í viðskiptum með bitcoin njóti neytendur ekki þeirrar verndar sem felst í eftirliti með fjármálastarfsemi og lagaumhverfi um viðskipti með fjármálagerninga. Þar af leiðandi kunni að vera hætta á því að neytendur tapi fjármunum sínum.
Lesa meira

11.12.2013 : Útgáfa reglugerða er varða starfsemi rekstrarfélaga verðbréfasjóða

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á því að reglugerð um lykilupplýsingar nr. 983/2013 var birt í Stjórnartíðindum þann 6. nóvember sl. en reglugerðin tekur gildi þann 1. febrúar 2014. Reglugerðin er innleiðing á reglugerð framkvæmdastjórnar (ESB) nr. 583/2010 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og  -ráðsins 2009/65/EB að því er varðar lykilupplýsingar fyrir hlutdeildarskírteinishafa og skilyrði sem skulu uppfyllt þegar lykilupplýsingar eða útboðslýsing er lögð fram á varanlegum miðli öðrum en pappír eða á vefsetri.
Lesa meira

10.12.2013 : Vegna athugasemda við rannsóknir Fjármálaeftirlitsins

Reglulega hafa komið fram umræður í fjölmiðlum um að Fjármálaeftirlitið hafi farið offari í störfum sínum eftir hrun, einkum varðandi rannsóknir á meintum brotum þeirra sem réðu ríkjum í bankakerfinu í aðdraganda hrunsins. Sýna verður því skilning að menn sem eru sakaðir um að hafa stuðlað að þeim atburðum sem hér urðu haustið 2008, neyti allra leiða til að verja sig og sinn málstað, enda meginregla að sakaðir menn hafa leyfi til að verja sig með nánast öllum tiltækum ráðum.
Lesa meira

3.12.2013 : Kynningarfundur Fjármálaeftirlitsins fyrir vátryggingafélög og endurskoðunarstofur

Fjármálaeftirlitið hélt kynningarfund fyrir vátryggingafélög og endurskoðunarstofur um svokölluð undirbúningstilmæli EIOPA vegna Solvency II tilskipunarinnar föstudaginn 29. nóvember sl. Um var að ræða framhald af kynningarfundi sem Fjármálaeftirlitið hélt 14. maí þar sem tilmælin voru fyrst kynnt á meðan þau voru í umsagnarferli hjá hagsmunaaðilum. Lesa meira

3.12.2013 : Veiting innheimtuleyfis

Með vísan til 6. gr. reglna nr. 1210/2008 um framkvæmd eftirlits með innheimtustarfsemi samkvæmt innheimtulögum nr. 95/2008, tilkynnist hér með að Fjármálaeftirlitið veitti þann 2. desember 2013, Inkasso ehf., kt. 460410-0450, Smáratorgi 3, 300 Kópavogi innheimtuleyfi skv. innheimtulögum nr. 95/2008.
Lesa meira






Þetta vefsvæði byggir á Eplica