Fréttir


Halla Sigrún Hjartardóttir skipuð stjórnarformaður FME

20.12.2013

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað Höllu Sigrúnu Hjartardóttur formann stjórnar Fjármálaeftirlitsins (FME). Halla Sigrún tekur við af formennskunni af Aðalsteini Leifssyni.
Halla Sigrún Hjartardóttir
Halla starfaði sem framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Straums fjárfestingabanka á árunum 2011-2013. Frá 2002 til 2011 vann hún hjá Íslandsbanka, síðast sem forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar.

Halla lauk BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og prófi í verðbréfamiðlun frá sama skóla.

Samkvæmt lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi fer þriggja manna stjórn, skipuð af fjármála- og efnahagsráðherra til fjögurra ára í senn, með yfirstjórn Fjármálaeftirlitsins.  Hlutverk stjórnar er að móta áherslur í starfi og fylgjast með starfsemi og rekstri FME. Meiri háttar ákvarðanir skal bera undir stjórnina til samþykktar eða synjunar.

Auk formanns eiga eftirtaldir aðal- og varamenn í stjórn FME:

Arnór Sighvatsson, aðstoðarbankastjóri, samkvæmt tilnefningu Seðlabanka Íslands
Margrét Einarsdóttir, lektor, aðalmaður
Halldór S. Magnússon, viðskiptafræðingur, varamaður
Ástríður Jóhannesdóttir, deildarstjóri, varamaður
Harpa Jónsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri í Seðlabanka Íslands, varamaður.
Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica