Fréttir


Fréttir: júlí 2012

Fyrirsagnalisti

12.7.2012 : Aðilar sem stunda vörslusviptingar þurfa nú að sækja um innheimtuleyfi

Alþingi samþykkti hinn 18. júní síðastliðinn lög nr. 78/2012 um breytingu á innheimtulögum þar sem vörslusviptingum var bætt við skilgreiningu laganna á innheimtu og aðilum sem stunda vörslusviptingar bætt við skilgreiningu laganna á innheimtuaðilum. Við gildistöku laganna varð þeim aðilum sem stunda vörslusviptingar í tengslum við frum- og milliinnheimtu skylt að sækja um innheimtuleyfi til Fjármálaeftirlitsins en samkvæmt innheimtulögum er fruminnheimta innheimtuviðvörun og milliinnheimta þær innheimtuaðgerðir sem hefjast eftir að skuldari hefur fengið innheimtuviðvörun og áður en löginnheimta hefst. Lesa meira

6.7.2012 : Reglur um endurskoðunardeildir og sjálfstætt starfandi eftirlitsaðila lífeyrissjóða nr. 577/2012

Samkvæmt 2. mgr. 35. gr. laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997, skal Fjármálaeftirlitið setja reglur um endurskoðunardeildir og sjálfstætt starfandi eftirlitsaðila lífeyrissjóða. Á fundi stjórnar Fjármálaeftirlitsins þann 12. júní sl. voru samnefndar reglur samþykktar og hafa þær nú verið birtar í vefútgáfu stjórnartíðinda sem reglur nr. 577/2012.

Lesa meira

5.7.2012 : Unnur Gunnarsdóttir ráðin forstjóri Fjármálaeftirlitsins

Unnur Gunnarsdóttir, sem verið hefur settur forstjóri Fjármálaeftirlitsins frá 1. mars síðastliðnum, hefur verið ráðin forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Unnur er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og stundaði framhaldsnám í lögum bæði í Englandi og Kanada. Hún gegndi áður starfi yfirlögfræðings Fjármálaeftirlitsins. 

Lesa meira

3.7.2012 : Fjármálaeftirlitið fjallar um stöðu lífeyrissjóðanna 2011

Fjármálaeftirlitið boðaði til blaðamannafundar í dag þar sem Unnur Gunnarsdóttir, settur forstjóri Fjármálaeftirlitsins, Halldóra E. Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri eftirlitssviðs Fjármálaeftirlitsins og Björn Z. Ásgrímsson, sérfræðingur á sviði greininga Fjármálaeftirlitsins fóru yfir stöðu lífeyrissjóðanna 2011. Fjallað var almennt um lífeyrismarkaðinn 2011 og farið sérstaklega yfir stöðu fimm stærstu lífeyrissjóðanna. Enn fremur var rætt um tryggingafræðilega stöðu íslenskra lífeyrissjóða og stöðu þeirra í alþjóðlegum samanburði.

Lesa meira

2.7.2012 : Samruni Arion banka hf. við Verdis hf.

Með vísan til 106. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, veitti Fjármálaeftirlitið þann 29. júní sl. samþykki fyrir samruna Arion banka hf., kt. 581008-0150 við Verdis hf., kt. 470502-4520. Samruninn var samþykktur af stjórn Arion banka hf. þann 20. júní 2012 og af stjórn Verdis hf. þann 29. júní 2012. Samruninn tekur gildi frá og með 29. júní 2012. Réttindum og skyldum Verdis hf. telst reikningslega lokið þann 1. janúar 2012 en frá þeim degi tekur Arion banki hf. við öllum réttindum og skyldum vegna Verdis hf. Lesa meira






Þetta vefsvæði byggir á Eplica