Fréttir


Fréttir: júlí 2014

Fyrirsagnalisti

28.7.2014 : Fjármálaeftirlitið veitir Straumssjóðum starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfasjóða

Fjármálaeftirlitið hefur veitt Straumssjóðum hf. kt. 430713-0940, Borgartúni 25, starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfasjóða samkvæmt 7. tl. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.

Starfsleyfi Straumssjóða hf. tekur til 7.tl.  1. mgr. 3. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.

Straumssjóðir hafa heimild til reksturs verðbréfasjóða og annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu sbr. 1. mgr. 27. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.

Lesa meira

15.7.2014 : Nýtt eintak Fjármála komið út

Nýtt eintak Fjármála, vefrits Fjármálaeftirlitsins, er komið út. Í blaðið skrifa meðal annars Hörður Tulinius, sérfræðingur á vettvangs- og verðbréfaeftirlitssviði, um skráðar skuldabréfaútgáfur fagfjárfestasjóða og Margrét Sigurðardóttir, lögfræðingur á sviði yfirlögfræðings, skrifar um sjálfstæði eftirlitsstofnana. Lesa meira

8.7.2014 : EBA gefur út umræðuskjal um drög að leiðbeinandi tilmælum fyrir könnunar- og matsferli (e. SREP)

EBA, Evrópska eftirlitsstofnunin á bankamarkaði, hefur gefið út umræðuskjal um drög að leiðbeinandi tilmælum um könnunar- og matsferli (e. SREP). Tilmælin munu verða nýtt við eftirlit á bankamarkaði innan Evrópusambandsins. Megintilgangur tilmælanna er að móta sameiginlegan skilning á mati á áhættuþáttum og stuðla að samkvæmni og gæðum í framkvæmd ferlisins. Tilmælin munu leysa af hólmi eldri tilmæli sem gefin voru út árið 2006 af CEBS. Fyrirhugað er að tilmælin taki gildi 1. janúar 2016. Fullmótuð munu þau hafa grundvallar áhrif á framkvæmd könnunar og matsferlis á Íslandi sem og annars staðar á Evrópska efnahagssvæðinu.

Lesa meira

7.7.2014 : Tæknistaðall CRD IV um gagnaskil birtur í evrópsku stjórnartíðindunum

Einn af viðamestu tæknistöðlunum sem fylgja CRD IV löggjöfinni hefur verið birtur í evrópsku stjórnartíðindunum sem framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 680/2014. Tæknistaðallinn er því formlega orðinn hluti af löggjöf Evrópusambandsins. Tæknistaðallinn mun hafa í för með sér að skýrslur sem notast er við í gagnaskilum hér á landi verða eftirleiðis á samskiptastaðlinum XBRL. Að auki mun Fjármálaeftirlitið þurfa að taka í notkun ýmsar nýjar skýrslur sem fylgja tæknistaðlinum, þ.m.t. varðandi stórar áhættuskuldbindingar og fjármögnunarhlutfall.

Lesa meira

2.7.2014 : Fjármálaeftirlitið samþykkir samruna Sparisjóðs Bolungarvíkur við Sparisjóð Norðurlands ses.

Fjármálaeftirlitið samþykkti þann 30. júní 2014 samruna Sparisjóðs Bolungarvíkur við Sparisjóð Norðurlands ses. á grundvelli 1. mgr. 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Sparisjóður Norðurlands ses. tekur við öllum réttindum og skyldum Sparisjóðs Bolungarvíkur og verða sjóðirnir sameinaðir undir nafni Sparisjóðs Norðurlands ses.

Lesa meira






Þetta vefsvæði byggir á Eplica