Fréttir


Fréttir: apríl 2012

Fyrirsagnalisti

30.4.2012 : Afturköllun staðfestingar verðbréfasjóðsins Stefnir - Lausafjársjóður

Með vísan til 9. gr. laga nr. 128/2011, um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði, tilkynnist hér með að Fjármálaeftirlitið hefur, þann 27. apríl 2012, afturkallað staðfestingu verðbréfasjóðsins Stefnir - Lausafjársjóður, sem starfræktur er af Stefni hf., kt. 700996-2479, Borgartúni 19, 105 Reykjavík. Lesa meira

27.4.2012 : Auglýst eftir forstjóra Fjármálaeftirlitsins

Fjármálaeftirlitið auglýsir laust til umsóknar starf forstjóra Fjármáleftirlitsins. Auglýsinguna má sjá hér.

Lesa meira

23.4.2012 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns:

1. Yfirfærsla líftryggingastofns frá UK Branch of Combined Insurance Company of America til ACE Europe Life Limited.
2. Yfirfærslu skaðatryggingastofns frá UK Branch of Combined Insurance Company of America til ACE European Group Limited.

Lesa meira

23.4.2012 : Tilkynning um fyrirhugaða sameiningu tveggja vátryggingarfélaga

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða sameiningu tveggja vátryggingarfélaga:

1. Coface Austria Kreditversicherung AG sameinast Coface Austria Holding AG.

2. Coface Austria Holding AG sameinast Coface SA France.

Lesa meira

20.4.2012 : Ráðningarferli fyrir starf forstjóra Fjármálaeftirlitsins

Stjórn Fjármálaeftirlitsins hefur mótað ráðningarferli fyrir nýjan forstjóra Fjármálaeftirlitsins og skipað þriggja manna óháða matsnefnd sem fær það hlutverk að stýra matsferlinu og meta hæfi umsækjenda. Matsnefndina skipa dr. Ásta Bjarnadóttir (formaður), dr. Gylfi Magnússon og Regína Ásvaldsdóttir. Lesa meira

16.4.2012 : Reglur um kaupaukakerfi vátryggingafélaga

Samkvæmt 1. mgr. 55. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010 skal Fjármálaeftirlitið setja reglur um kaupaukakerfi vátryggingafélaga.

Á fundi stjórnar Fjármálaeftirlitsins þann 7. mars sl. voru reglur um kaupaukakerfi vátryggingafélaga samþykktar. Reglurnar hafa tekið gildi með birtingu í Stjórnartíðindum þann 27. mars 2012 og hafa hlotið númerið 299/2012.

Lesa meira

13.4.2012 : Minnisblað Fjármálaeftirlitsins vegna dóms Hæstaréttar

Fjármálaeftirlitið hefur tekið saman minnisblað vegna dóms Hæstaréttar frá 15. febrúar á þessu ári. Þar eru dregnar saman niðurstöður stofnunarinnar um hvaða áhrif dómurinn hefur á bókfært virði gengislána í útlánasöfnum lánastofnana. Voru lánastofnanirnar beðnar um að meta áhrif dómsins út frá fjórum sviðsmyndum þar sem sviðsmynd eitt gekk hvað lengst í túlkun dómsins til hins verra fyrir lánastofnanir og sviðsmynd fjögur skemmst.

Lesa meira

3.4.2012 : Samruni Íslandsbanka hf. og Kreditkorts hf.

Fjármálaeftirlitið samþykkti þann 30. mars 2012 samruna Íslandsbanka hf. og Kreditkorts hf. á grundvelli 1. mgr. 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Íslandsbanki hf. tekur við öllum réttindum og skyldum Kreditkorts hf. og verða félögin sameinuð undir nafni Íslandsbanka hf. Lesa meira






Þetta vefsvæði byggir á Eplica