Fréttir


Fréttir: 2009

Fyrirsagnalisti

30.12.2009 : Samningur um yfirlestur og staðfestingu lýsinga og opinbera skráningu verðbréfa

Samkvæmt 138. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti er Fjármálaeftirlitinu heimilt að fela skipulegum verðbréfamarkaði eftirlitsverkefni samkvæmt lögunum. Með vísan til 2. mgr. 52. gr. laga nr. 108/2007 hafa Fjármálaeftirlitið og NASDAQ OMX Iceland hf. (Kauphöllin) gert með sér nýjan samning um yfirlestur og staðfestingu lýsinga sem og opinbera skráningu verðbréfa.

Lesa meira

11.12.2009 : CEBS birtir leiðbeinandi tilmæli um Hybrid instruments

Birt hafa verið á heimasíðu CEBS leiðbeinandi tilmæli um Hybrid instruments sem taka gildi 1. janúar 2011 Lesa meira

10.12.2009 : Fjármálaeftirlitið og Innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar á Blönduósi gera samstarfssamning

Fjármálaeftirlitið og Sýslumaðurinn á Blönduósi, fyrir hönd Innheimtumiðstöðvar sekta og sakarkostnaðar (IMST), hafa gert með sér samstarfssamning um sektarinnheimtu. Í samningnum felst að IMST tekur að sér innheimtu á dagsektum og févíti sem Fjármálaeftirlitið beitir, stjórnvaldssektum sem Fjármálaeftirlitið leggur á einstaklinga og lögaðila og sáttarboðum og sáttargerðum sem Fjármálaeftirlitinu er heimilt að gera. Jafnframt er gert ráð fyrir IMST taki að sér innheimtu eftirlitsgjalds samkvæmt lögum nr. 99/1999, sem leggst á eftirlitsskylda aðila.

Lesa meira

7.12.2009 : Niðurfelling reglna nr. 966/2001

Þann 13. nóvember 2009 tók gildi reglugerð nr. 916/2009, um fjárfestingarstefnu og úttekt á ávöxtun lífeyrissjóða og vörsluaðila séreignarsparnaðar, sem fjármálaráðherra setti á grundvelli 56. gr. laga nr. 129/1997. Lesa meira

30.11.2009 : Fréttatilkynning - Umræðuskjal CEIOPS vegna nýrrar tilskipunar um vátryggingastarfsemi

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á umræðuskjali sem hægt er að nálgast á heimasíðu CEIOPS. Um er að ræða tillögur að ráðgjöf til Framkvæmdastjórnar ESB og varða þær mat á því hvort eftirlit með ríkjum utan EES sé með sambærilegum hætti og innan svæðisins varðandi endurtryggingar og eftirlit með samstæðum. Lesa meira

26.11.2009 : Ársfundur Fjármálaeftirlitsins 2009 haldinn í dag

Ársfundur Fjármálaeftirlitsins var haldinn í Sólarsal Rúgbrauðsgerðarinnar nú síðdegis. Á fundinum var Ársskýrsla Fjármálaeftirlitsins kynnt. Ræðumenn dagsins voru Gunnar Haraldsson, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, Gunnar Þ. Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins og Alan Bones, sendiherra Kanada sem sagði frá fjármálakerfi Kanada og uppbyggingu þess en Kanada var eitt fárra landa sem stóðu nokkuð vel af sér hina alþjóðlegu fjármálakreppu.

Lesa meira

26.11.2009 : Stjórn Fjármálaeftirlitsins samþykkir nýja gagnsæisstefnu

Stjórn Fjármálaeftirlitsins hefur samþykkt nýja gagnsæisstefnu. Með breytingunni er ætlunin að undirstrika heimildir Fjármálaeftirlitsins til að birta opinberlega niðurstöður í öllum málum og athugunum sínum, með það að markmiði að auka gagnsæi í störfum Fjármálaeftirlitsins.

Lesa meira

19.11.2009 : Reglugerð Evrópusambandsins um lánshæfismatsfyrirtæki (Credit Rating Agencies) birt

Birt hefur verið á heimasíðu CESR reglugerð Evrópusambandsins um lánshæfismatsfyrirtæki (Credit Rating Agencies) sem tók að mestu leyti gildi í október. Reglugerðina má finna hér: Lesa meira

18.11.2009 : Fjármálaeftirlitið hefur sett reglur nr. 917/2009 um gjaldeyrisskiptastöðvar og peninga- og verðmætasendingarþjónustu

Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með því að aðilar sem tilgreindir eru í a-e-lið 1. mgr. 2. gr. laga nr. 64/2006 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka fari að ákvæðum laganna, reglugerða og reglna settra samkvæmt þeim. Um eftirlitið fer samkvæmt lögum nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og þeim sérlögum sem um starfsemi eftirlitsskyldra aðila gilda. Lesa meira

13.11.2009 : Fjármálaeftirlitið kannast ekki við kvörtun

Fjölmiðlar hafa undanfarna daga flutt fréttir af eins milljarðs lánveitingu TM til Samherja árið 2006 til að kaupa bréf í TM. Staðhæft hefur verið að um brot á hlutafélagalögum hafi verið að ræða og fylgt hefur sögunni að stjórnarmenn í TM hafi sent kvörtun til Fjármálaeftirlitsins en þar hafi engin niðurstaða fengist. Lesa meira

10.11.2009 : Fjármálaeftirlitið og Ríkisskattstjóri gera samstarfssamning

Fjármálaeftirlitið og Ríkisskattstjóri hafa ákveðið að auka með sér samstarf sem beinist að því að efla samvinnu eftir því sem lagaheimildir standa til og hafa gert með sér samstarfssamning þar að lútandi. Í samningnum felst að Ríkisskattstjóri og Fjármálaeftirlitið munu leggja sig fram við að koma á virkum upplýsingaskiptum sín í milli og skuldbinda sig til að miðla upplýsingum um það sem þau komast að í sýslan sinni og talið er að falli undir starfsvettvang viðkomandi stofnunar þó í samræmi við takmarkanir í lögum um aðgang að gögnum og upplýsingum. Samkvæmt samningnum mun Fjármálaeftirlitið fá aðgang að vissum skrám Ríkisskattstjóra.

Lesa meira

4.11.2009 : CEIOPS hefur birt tillögur að ráðgjöf til Framkvæmdastjórnar ESB á heimasíðu sinni

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á tillögum (drögum) að ráðgjöf til Framkvæmdastjórnar ESB sem hægt er að nálgast á heimasíðu CEIOPS (Samstarfsnefnd evrópskra lífeyrissjóða- og vátryggingaeftirlita), í kjölfar fundar aðalnefndar hennar hinn 29.-30. október 2009. Um er að ræða nánari útfærslur á tilskipun um vátryggingastarfsemi, svokallaðri Solvency II tilskipun. Lesa meira

16.10.2009 : Íslandsbanki hf. og SAT eignarhaldsfélag hf. fá leyfi til að fara með virkan eignarhlut í SA tryggingum hf.

Fjármálaeftirlitinu barst umsókn frá Íslandsbanka hf. og SAT eignarhaldsfélagi hf. um heimild til að fara með virkan eignarhlut í SA tryggingum hf. Hluthafar SA trygginga hf. eru tveir, Íslandsbanki hf. með 9,3% hlutafjár og SAT eignarhaldsfélag hf. með jafngildi 90,7% hlutafjár. SAT eignarhaldsfélag hf. er að fullu í eigu Glitnis banka hf. Lesa meira

8.10.2009 : Athugasemd við frétt Morgunblaðsins

Í frétt Morgunblaðsins í dag er fullyrt að Fjármálaeftirlitið hafi vísað rannsókn á fjárfestingum ákveðinna peningamarkaðssjóða til sérstaks saksóknara og vitnar blaðið til ónafngreindra heimilda í því sambandi. Í fréttinni er enn fremur haft eftir Fjármálaeftirlitinu að rannsóknir þess á peningamarkaðssjóðum standi enn yfir og að vonandi sé niðurstaðna að vænta á næstu vikum. Lesa meira

29.9.2009 : Samningur um staðfestingu tilboðsyfirlita

Samkvæmt 138. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti er Fjármálaeftirlitinu heimilt að fela skipulegum verðbréfamarkaði eftirlitsverkefni samkvæmt lögunum.

Lesa meira

24.9.2009 : Tilkynning um yfirfærslu á vátryggingastofni Sjóvár Almennra trygginga hf. til SA tryggingar hf.

Fjármálaeftirlitið hefur með bréfi dags. 22. september 2009 heimilað yfirfærslu vátryggingastofna Sjóvár Almennra trygginga hf. til SA trygginga hf. að fengnu starfsleyfi þess félags, dags. 21. september 2009. SA tryggingar hf. munu yfirtaka, frá og með 1. júní sl., öll réttindi og skyldur sem vátryggingastofninum fylgja. Hluthafar SA trygginga hf. eru Íslandsbanki hf. og SAT eignarhaldsfélag hf. Lesa meira

22.9.2009 : Til áréttingar vegna umfjöllunar um bankaleynd

Fram hefur komið í fréttum að Fjármálaeftirlitið telji að ákvæði laga um bankaleynd hindri ekki stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í að veita stjórnarmönnum í VR upplýsingar sem þeir hafa falast eftir. Lesa meira

16.9.2009 : Sjónarmið Fjármálaeftirlitsins varðandi bankaleynd

Meðal þeirra sem töluðu á nýlegri ráðstefnu um bankaleynd sem haldin var í samvinnu viðskiptaráðuneytisins og lagadeildar Háskóla Íslands var Árný J. Guðmundsdóttir, lögfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu. Yfirskrift erindisins var Bankaleynd - reglur og framkvæmd þeirra.

Lesa meira

11.9.2009 : Ráðstefna CEIOPS 2009

Fjármálaeftirlitið vill vekja athygli á því að CEIOPS heldur sína árlegu ráðstefnu í Frankfurt þann 18. nóvember 2009. Lesa meira

10.9.2009 : Athugasemd vegna fullyrðingar um fyrrverandi stjórnarmann Kaupþings

Í kvöldfréttatíma Sjónvarpsins hinn 8. september síðastliðinn var talað við Margréti Kristmannsdóttur, formann Samtaka verslunar og þjónustu, sem sagði að Fjármálaeftirlitið hefði ekkert að athuga við setu fyrrverandi stjórnarmanns í Kaupþingi í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Lesa meira
Síða 1 af 6






Þetta vefsvæði byggir á Eplica