Til áréttingar vegna umfjöllunar um bankaleynd
Fram hefur komið í fréttum að Fjármálaeftirlitið telji að ákvæði laga um bankaleynd hindri ekki stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í að veita stjórnarmönnum í VR upplýsingar sem þeir hafa falast eftir.
Til útskýringar vill Fjármálaeftirlitið árétta að bankaleynd eins og hún er skilgreind í lögum um fjármálafyrirtæki (58. Gr.-60. Gr.) gildir ekki um lífeyrissjóði heldur eingöngu um fjármálafyrirtæki. Lög nr. 129/1997 gilda hins vegar um starfsemi lífeyrissjóða, en 32. gr. þeirra laga fjallar um þagnarskyldu stjórnenda lífeyrissjóða. Þar segir: „Stjórnarmenn, framkvæmdastjóri og aðrir starfsmenn, svo og endurskoðendur lífeyrissjóðs, eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem þeir fá vitneskju um í starfi og leynt á að fara samkvæmt lögum eða eðli máls. Þagnarskylda helst þótt látið sé af starfi.“
Nánari upplýsingar veitir Sigurður G. Valgeirsson, sgv@fme.is, sími: 525-2700 og farsími: 840-3861