Fréttir


Fréttir: júlí 2017

Fyrirsagnalisti

27.7.2017 : Fjármálaeftirlitið gefur út reglur um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti fjármálafyrirtækja og vátryggingafélaga

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út Reglur um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti fjármálafyrirtækja sem fjalla um hvað telst til eðlilegra og heilbrigðra viðskiptahátta fjármálafyrirtækja skv. 19. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og Reglur um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti vátryggingafélaga sem fjalla um hvað telst til eðlilegra og heilbrigðra viðskiptahátta vátryggingafélaga skv. 9. og 10. gr. laga nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi. 

Lesa meira

21.7.2017 : Svar við bréfi ASÍ og SA um tilgreindan séreignarsparnað

Fjármálaeftirlitið hefur svarað sameiginlegu bréfi Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins vegna tilgreindar séreignar nokkurra lífeyrissjóða frá 19. júlí síðastliðnum

Lesa meira

20.7.2017 : Fjármálaeftirlitið setur reglur um hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána til neytenda

Fjármálaeftirlitið hefur sett reglur sem hámarka leyfilegt veðsetningarhlutfall nýrra fasteignalána í samræmi við 1. mgr. 25. gr. laga um fasteignalán til neytenda nr. 118/2016.

Lesa meira

10.7.2017 : Fjármálaeftirlitið gefur út drög að reglum um útreikning á vogunarhlutfalli og vegna CRR tæknistaðla

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út sjö umræðuskjöl, nr. 9 - 15/2017. Umræðuskjölin innihalda drög að reglum um útreikning á vogunarhlutfalli og drög að reglum til að innleiða tæknilega staðla sem fylgja reglugerð (ESB) nr. 575/2013 (CRR reglugerðinni), sbr. reglugerð um varfærniskröfur vegna starfsemi fjármálafyrirtækja, nr. 233/2017. Skjölin eru birt á vefsíðu Fjármálaeftirlitsins.

Lesa meira

7.7.2017 : Fjármálaeftirlitið ítrekar að sjóðfélagar sem ráðstafa hluta í séreignasjóð ráða sjálfir í hvaða séreignasjóð það verður

Um síðastliðin mánaðamót tóku sem kunnugt er gildi breytingar á samþykktum hjá talsverðum fjölda lífeyrissjóða þar sem þeim var heimilað að taka á móti svokallaðri tilgreindri séreign í samræmi við kjarasamning milli aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Vegna villandi fréttaflutnings og upplýsinga á heimasíðum lífeyrissjóða ákvað Fjármálaeftirlitið að senda lífeyrissjóðum dreifibréf þar sem ítrekað er að  þeir sjóðfélagar sem ráðstafa hluta í séreignasjóð ráði sjálfir í hvaða séreignasjóð það verður.

Lesa meira

6.7.2017 : Samsteyptar útgáfur nokkurra EES gerða á sviði fjármálaþjónustu

EFTA skrifstofan í Brussel hefur útbúið samsteyptar útgáfur á ensku af nokkrum EES gerðum á sviði fjármálaþjónustu sem eru nú aðgengilegar á heimasíðu EFTA. Í útgáfunum hefur aðlögunartexti úr ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar verið færður inn í texta gerðanna til hægðarauka fyrir notendur. 

Lesa meira






Þetta vefsvæði byggir á Eplica