Svar við bréfi ASÍ og SA um tilgreindan séreignarsparnað
Fjármálaeftirlitið hefur svarað sameiginlegu bréfi Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins vegna tilgreindar séreignar nokkurra lífeyrissjóða frá 19. júlí síðastliðnum. Sameiginlegt bréf samtakanna var umfjöllunarefni fjölmiðla fyrr í þessari viku. Fjármálaeftirlitið hefur yfirfarið þau sjónarmið sem fram koma í bréfi ASÍ og SA og telur ekki tilefni til að endurskoða efni dreifibréfs stofnunarinnar frá 7. júlí síðastliðnum.