Fréttir


Fréttir: nóvember 2010

Fyrirsagnalisti

29.11.2010 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns: 1. Frá Phoenix & London Assurance Limited til Phoenix Life Limited. Lesa meira

25.11.2010 : Framkvæmdastjórn ESB hefur umsagnarferli vegna útfærslu Solvency II tilskipunarinnar

Framkvæmdastjórn ESB hefur hafið umsagnarferli vegna uppkasts að útfærslu (implementing measures) tilskipunar 2009/138/EB um stofnun og starfrækslu vátryggingafélaga (Solvency II).

Lesa meira

22.11.2010 : Yfirlýsing vegna frétta um sölu Sjóvár-Almennra trygginga hf.

Vegna frétta í fjölmiðlum um sölu á vátryggingafélaginu Sjóvá-Almennar tryggingar hf. vill Fjármálaeftirlitið koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri. Lesa meira

15.11.2010 : Ársfundur Fjármálaeftirlitsins 2010 haldinn í dag

Ársfundur Fjármálaeftirlitsins var haldinn á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu nú síðdegis. Á fundinum var Ársskýrsla Fjármálaeftirlitsins kynnt. Lilja Ólafsdóttir, formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins, sagði frá nýrri stefnu Fjármáleftirlitsins og Gunnar Þ. Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins fjallaði um starfsemina. Í beinu framhaldi af ársfundinum var efnt til alþjóðlegrar ráðstefnu um hvaða lærdóma megi draga af hruninu og hvaða sýn menn hafa á framtíðina.

Lesa meira

5.11.2010 : Stjórn FME hefur lokið athugun á hæfi Gunnars Þ. Andersen forstjóra og sér ekki tilefni til að aðhafast frekar

Að beiðni stjórnar Fjármálaeftirlitsins gerði Andri Árnason hrl. sérstaka athugun á hæfi Gunnars Þ. Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, með hliðsjón af umfjöllun í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um viðskipti Landsbanka Íslands hf. og félagsins LB Holding Ltd. með hlutabréf Kaupþings banka hf. á árinu 2001, og í tilefni af upplýsingum um viðskipti Landsbankans og félagsins NBI Holding Ltd. með hlutabréf í [V] á árinu 2001. Magnús G. Benediktsson, löggiltur endurskoðandi, vann einnig að athuguninni. Lesa meira

1.11.2010 : Flagganir - Icelandair Group hf.

Aðili verður flöggunarskyldur, samkvæmt lögum nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, þegar breyting verður á atkvæðisrétti hans í skráðu félagi, þannig að viðkomandi nái, hækki yfir eða lækki niður fyrir tiltekin mörk atkvæðisréttar sem skilgreind eru í lögunum. Flöggunarskyldur aðili skal tilkynna um slíkt til viðkomandi útgefanda og Fjármálaeftirlitsins og er það síðan í höndum útgefanda að birta upplýsingarnar opinberlega. Lesa meira






Þetta vefsvæði byggir á Eplica