Ársfundur Fjármálaeftirlitsins 2010 haldinn í dag
Ársfundur Fjármálaeftirlitsins var haldinn á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu nú síðdegis. Á fundinum var Ársskýrsla Fjármálaeftirlitsins kynnt. Lilja Ólafsdóttir, formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins, sagði frá nýrri stefnu Fjármáleftirlitsins og Gunnar Þ. Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins fjallaði um starfsemina. Í beinu framhaldi af ársfundinum var efnt til alþjóðlegrar ráðstefnu um hvaða lærdóma megi draga af hruninu og hvaða sýn menn hafa á framtíðina.
Til fundarins var meðal annars boðið ýmsum samstarfsaðilum Fjármálaeftirlitsins, helstu stjórnendum fjármálafyrirtækja, lífeyrissjóða, vátryggingafélaga og fyrirtækja sem skráð eru í kauphöllinni, auk annarra aðila sem heyra undir eftirlit Fjármálaeftirlitsins.
Ræðu Lilju Ólafsdóttur, stjórnarformanns Fjármálaeftirlitsins má sjá hér og ræðu Gunnars Þ. Andersen, forstjóra má sjá hér.
Ársskýrslu Fjármálaeftirlitsins 2010 má sjá hér og stefnu Fjármálaeftirlitsins má sjá hér.