Fréttir


Fréttir: apríl 2008

Fyrirsagnalisti

28.4.2008 : Fjármálaeftirlitið hefur veitt Auði Capital hf. starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki

Fjármálaeftirlitið hefur veitt Auði Capital hf., kt. 650457-0390, Laugavegi 182, Reykjavík, starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki, samkvæmt 5. tl. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.

Lesa meira

28.4.2008 : Fjármálaeftirlitið veitir Auði Capital hf. starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki

Fjármálaeftirlitið hefur veitt Auði Capital hf., kt. 650457-0390, Laugavegi 182, Reykjavík, starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki, samkvæmt 5. tl. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.

Lesa meira

17.4.2008 : Vanskil útlána hjá innlánsstofnunum í árslok 2007.

Fjármálaeftirlitið hefur tekið saman tölur um vanskil útlána hjá innlánsstofnunum miðað við árslok 2007 og samanburð við næstu ársfjórðunga á undan. Talnaefnið nær til vanskila sem staðið hafa lengur en 1 mánuð. Um er að ræða brúttó vanskil, þ.e. ekki hafa verið dregnar frá fjárhæðir sem lagðar hafa verið til hliðar sem sérstakar afskriftir. Sýnd er þróun vanskila frá árslokum 2000. Vanskila-upplýsingarnar sýna tölur fyrir innlánsstofnanir án dótturfélaga þeirra.

Lesa meira

14.4.2008 : Fræðslufundir um markaðsmisnotkun fyrir starfsfólk fjármálafyrirtækja

Fjármálaeftirlitið hefur á undanförnum dögum staðið fyrir fræðslufundum um markaðsmisnotkun fyrir starfsfólk stærstu fjármálafyrirtækjanna. Í ljósi þeirra miklu hreyfinga sem verið hafa á fjármálamörkuðum undanfarnar vikur sem og umfjöllunar þeim tengdum, jafnt í innlendum sem erlendum fjölmiðlum, taldi Fjármálaeftirlitið tilefni til að standa fyrir slíkri fræðslu.

Lesa meira

8.4.2008 : Basel II (COREP) - Kynningarfundir og námskeið

Á árinu 2007 skiluðu þau fjármálafyrirtæki, sem eftir því sóttust, inn eiginfjárskýrslum skv. Basel II (COREP) en öllum fjármálafyrirtækjum er skylt að skila inn skýrslunum á þessu ári. Af þessu tilefni efndi Fjármálaeftirlitið (FME) til kynninga á eiginfjárskýrslum skv. Basel II (COREP) 7. og 19. febrúar og námskeiðs þann 12. mars sl.

Lesa meira

7.4.2008 : Kynningarfundur um eftirlit með vátryggingasamstæðum, þ.e. núverandi fyrirkomulag, ákvæði Solvency II og QIS4

Þann 28. febrúar sl. hélt Fjármálaeftirlitið (FME) þriðja kynningarfund af fjórum um drögin að Solvency II tilskipuninni og helstu áherslur FME sem tengja má við fyrirhugaða löggjöf. Tólf fulltrúar vátryggingafélaga, móðurfélaga þeirra, fjármálafyrirtækja og endurskoðunarfyrirtækja sóttu fundinn.

Lesa meira






Þetta vefsvæði byggir á Eplica