Fréttir


Basel II (COREP) - Kynningarfundir og námskeið

8.4.2008

Á árinu 2007 skiluðu þau fjármálafyrirtæki, sem eftir því sóttust, inn eiginfjárskýrslum skv. Basel II (COREP) en öllum fjármálafyrirtækjum er skylt að skila inn skýrslunum á þessu ári. Af þessu tilefni efndi Fjármálaeftirlitið (FME) til kynninga á eiginfjárskýrslum skv. Basel II (COREP)  7. og 19. febrúar og námskeiðs þann 12. mars sl.

Kynningarnar voru vel sóttar. Á fyrri kynninguna, sem haldin var í húsakynnum Sambands íslenskra sparisjóða, mættu um 40 manns en fundinum var einnig sjónvarpað til sparisjóða á landsbyggðinni og því gátu starfsmenn fjármálafyrirtækja um land allt fylgst með fundinum. Á seinni kynninguna sem haldin var í húsakynnum FME mættu um 25 manns.

Tilgangur með kynningunum var að fræða starfsmenn fjármálafyrirtækja um Basel II staðalinn, grunnatriði COREP skýrslunnar og ýmis önnur hagnýt atriði sem auðvelda ættu eftirlitsskyldum aðilum gerð skýrslunnar. FME lagði m.a. áherslu á að fjármálafyrirtæki gefi sér góðan tíma til undirbúningsvinnu fyrir skýrsluskil á eiginfjárskýrslu samkvæmt Basel II (COREP) þar sem um töluverðar breytingar er að ræða frá eiginfjárskýrslu skv. Basel I.

Í framhaldi af kynningarfundunum var haldið námskeið, þar sem farið var á ítarlegri hátt yfir eiginfjárskýrsluna (COREP). Tilgangur námskeiðsins var að dýpka skilning eftirlitsskyldra aðila á skýrslunni, bæði með ítarlegri umfjöllun um skýrsluna (að undanskilinni innrimatsaðferð) og dæmayfirferð.

Á námskeiðið mættu um 100 starfsmenn m.a. frá fjármála- og endurskoðunarfyrirtækjum og lögmannsstofum.
Hér fyrir neðan má nálgast glærur og lausnir við dæmum frá námskeiðinu:


Glærur

Dæmi 1 Dæmi 2 Dæmi 3
Dæmi 4 Dæmi 5 Dæmi 6
Dæmi 7 Dæmi 8 Dæmi 9


 

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica