Fréttir


Fréttir: maí 2018

Fyrirsagnalisti

28.5.2018 : Afturköllun staðfestingar fjárfestingarsjóðsins Alda Lausafjársjóður

Með vísan til 9. gr. laga nr. 128/2011, um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði, tilkynnist hér með að Fjármálaeftirlitið hefur, þann 25. maí 2018, afturkallað staðfestingu fjárfestingarsjóðsins Alda Lausafjársjóður, sem starfræktur er af Alda sjóðir hf., kt. 560409-0790, Borgartúni 27, 105 Reykjavík.

Lesa meira

24.5.2018 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Hér með tilkynnist um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns:

Lesa meira

17.5.2018 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu hluta vátryggingastofns

Hér með tilkynnist um fyrirhugaða yfirfærslu hluta vátryggingastofns:

Lesa meira

16.5.2018 : Danska vátryggingafélagið Alpha Insurance A/S hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta

Þann 8. maí síðastliðinn upplýsti danska fjármálaeftirlitið, Finanstilsynet, að  danska vátryggingafélagið Alpha Insurance A/S hefði verið tekið til gjaldþrotaskipta. 

Lesa meira

15.5.2018 : Ákvörðun um hækkun sveiflujöfnunarauka

Fjármálaeftirlitið tók í dag ákvörðun um hækkun sveiflujöfnunarauka í samræmi við tilmæli fjármálastöðugleikaráðs frá 13. apríl 2018.

Lesa meira

15.5.2018 : Tilkynning um óbreyttan eiginfjárauka vegna kerfisáhættu og áframhaldandi eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki

Fjármálaeftirlitið tilkynnti í dag um óbreyttan eiginfjárauka vegna kerfisáhættu og áframhaldandi eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki í samræmi við tilmæli fjármálastöðugleikaráðs frá 13. apríl 2018.

Lesa meira

14.5.2018 : Samþykki fyrir skiptingu Íslenskra fjárfesta hf. í tvö félög

Hinn 9. maí 2018 samþykkti Fjármálaeftirlitið skiptingu Íslenskra fjárfesta hf., kt. 451294-2029, í tvö félög á grundvelli 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Með skiptingunni flytjast tilteknar eignir og skuldir sem eru ótengdar rekstri fjármálafyrirtækja frá verðbréfafyrirtækinu til KJO ehf., kt. 510418-3520, sem mun ekki stunda leyfisskylda starfsemi samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki. Miðast skiptingin við 30. september 2017.

Lesa meira

8.5.2018 : Ársfundur Fjármálaeftirlitsins 2018 – vefútsending

Ársfundur Fjármálaeftirlitsins 2018 verður haldinn í dag 8. maí klukkan 15:00 í Háteigi á fjórðu hæð Grand Hótel Reykjavík. Fundinn ávarpa Ásta Þórarinsdóttir, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins og Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í vefútsendingu hér á vef Fjármálaeftirlitsins og verður upptaka aðgengileg að fundi loknum.

Lesa meira

7.5.2018 : Ársfundur Fjármálaeftirlitsins 2018 verður haldinn á morgun

Ársfundur Fjármálaeftirlitsins 2018 verður haldinn á morgun, 8. maí, klukkan þrjú síðdegis í Háteigi á fjórðu hæð Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, 105 Reykjavík.

Lesa meira

2.5.2018 : Umsagnarferli hjá EIOPA vegna fyrirhugaðrar uppfærslu og breytinga á gagnaskilatæknistöðlum lýkur þann 11.maí nk.

Fjármálaeftirlitið  vekur athygli markaðsaðila á því að nú stendur yfir umsagnarferli hjá Evrópsku vátrygginga- og lífeyriseftirlitsstofnuninni (EIOPA) vegna fyrirhugaðrar uppfærslu gagnaskilatæknistaðla. Í fréttatilkynningu sem birtist á heimasíðu EIOPA í lok síðasta mánaðar er óskað umsagnar hagsmunaaðila um fyrirhugaðar breytingar á gagnaskilatæknistöðlum og viðmiðum um upplýsingagjöf á vátryggingamarkaði skv. Solvency II.

Lesa meira






Þetta vefsvæði byggir á Eplica