Fréttir


Umsagnarferli hjá EIOPA vegna fyrirhugaðrar uppfærslu og breytinga á gagnaskilatæknistöðlum lýkur þann 11.maí nk.

2.5.2018

Fjármálaeftirlitið  vekur athygli markaðsaðila á því að nú stendur yfir umsagnarferli hjá Evrópsku vátrygginga- og lífeyriseftirlitsstofnuninni (EIOPA) vegna fyrirhugaðrar uppfærslu gagnaskilatæknistaðla. Í fréttatilkynningu sem birtist á heimasíðu EIOPA í lok síðasta mánaðar er óskað umsagnar hagsmunaaðila um fyrirhugaðar breytingar á gagnaskilatæknistöðlum og viðmiðum um upplýsingagjöf á vátryggingamarkaði skv. Solvency II.

Eins og komið hefur fram í gagnaskilakynningum Fjármálaeftirlitsins er evrópsku eftirlitsstofnununum (EIOPA, EBA og ESMA) skylt að taka allar athugasemdir sem berast í slíku umsagnarferli til skoðunar og veitir ferlið markaðsaðila síðasta tækifæri til að koma á framfæri ábendingum og athugasemdum vegna tæknistaðla áður en þeir eru innleiddir á evrópska efnahagssvæðinu og taka gildi hérlendis.

Umsagnarferlinu lýkur 11.maí nk. og hvetur Fjármálaeftirlitið hagsmunaaðila á vátryggingamarkaði til að nýta þetta tækifæri til að koma athugasemdum sínum, ef einhverjar eru, á framfæri.

Hér má nálgast gögn og upplýsingar  til þátttöku í umsagnarferlinu.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica