Fréttir


Fréttir: 2017

Fyrirsagnalisti

28.12.2017 : Uppreiknaðar evrufjárhæðir laga nr. 100/2016

Fjármálaeftirlitið hefur uppreiknað evrufjárhæðir laga nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi í samræmi við fyrirmæli laganna.  Eftirfarandi eru uppreiknaðar viðmiðunarfjárhæðir laganna í íslenskum krónum sem gilda fyrir árið 2018.

Lesa meira

21.12.2017 : Yfirlýsing ESMA vegna CFD samninga og tvíundar valrétta sem bjóðast almennum fjárfestum

Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitið (ESMA) hefur gefið út yfirlýsingu vegna vinnu sem fram fer vegna markaðssetningar CFD samninga (contracts for difference) og tvíundar valrétta (e. binary options) sem bjóðast almennum fjárfestum. ESMA hefur haft markaðssetningu á þessum fjármálagerningum til skoðunar um nokkurn tíma og hafa nokkur ríki innan Evrópusambandsins ákveðið að setja henni sérstakar skorður. Þrátt fyrir þær skorður telur ESMA að öryggi fjárfesta sé ekki nægilega vel tryggt og hefur í hyggju að nýta sér 40. grein MiFIR reglugerðarinnar til að bæta úr því. Nánar til tekið hyggst ESMA skoða leiðir til að:

  1. Banna markaðssetningu, dreifingu og sölu á tvíundar valréttum til almennra fjárfesta; og
  2. Setja skorður á markaðssetningu, dreifingu og sölu á CFD samningum.

Lesa meira

20.12.2017 : TRS II gagnaskil í raunumhverfi

Fjármálaeftirlitið hefur opnað fyrir TRS II gagnaskil í raunumhverfi til prófana fram að áramótum. Sérstök athygli er vakin á því að auðkenni gagnaskilanna er 458 í raunumhverfi, sem er annað en í prófunarumhverfi. Skilaskyldir aðilar eru hvattir til að prófa að senda gögn inn í gegnum raunumhverfið fyrir áramót. Að loknu prófunartímabili verður lokað fyrir raunumhverfið þann 2. janúar 2018 og prófunargögn hreinsuð út. 

Lesa meira

11.12.2017 : Framsetning markaðsefnis og upplýsingagjöf til viðskiptavina

Fjármálaeftirlitið hefur sent rekstrarfélögum verðbréfasjóða dreifibréf þar sem tilgreindar eru þær kröfur sem lög og reglur gera til framsetningu á markaðsefni og upplýsingagjöf til viðskiptavina.

Lesa meira

8.12.2017 : Endurbætur á Basel III regluverkinu samþykktar

Yfirstjórn Basel nefndarinnar um bankaeftirlit hefur nú samþykkt endurbætur á Basel III alþjóðlega regluverkinu með breytingum sem samþykktar voru þann 7. desember sl. Endurbætur þessar hafa verið í vinnslu allt frá fjármálakrísunni árið 2008. Samþykktin á endurbótunum er talin mikilvægur áfangi til þess að stuðla að fjármálastöðugleika, bæta gagnsæi ásamt því að styrkja og auka tiltrú á alþjóðlega bankakerfinu.  

Lesa meira

8.12.2017 : Tilkynningar um brot á fjármálamarkaði

Fjármálaeftirlitið hefur opnað vefsvæði þar sem hægt er að tilkynna stofnuninni um brot, grun um brot og tilraunir til brota á lögum og stjórnvaldsfyrirmælum sem gilda um aðila sem lúta opinberu eftirliti með fjármálastarfsemi. Er þetta gert í samræmi við 13. gr. a laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.

Lesa meira

5.12.2017 : Kaupaukagreiðslur, netöryggi og atferlishagfræði í Fjármálum

Nýtt tölublað Fjármála, vefrits Fjármálaeftirlitsins, er komið út. Í blaðinu fjalla þeir Andrés Þorleifsson og Gísli Örn Kjartansson, sem báðir eru lögfræðingar á eftirlitssviði Fjármálaeftirlitsins, um kaupaukagreiðslur og hámark þeirra. Þá skrifar Stella Thors, sérfræðingur í áhættugreiningu, um mikilvægi þess að setja netöryggi í forgang. Að lokum skrifar Hallsteinn Arnarson, sérfræðingur í áhættugreiningu, grein sem ber yfirskriftina: Richard H. Thaler og atferlishagfræðin: Tökum við alltaf skynsamlegar ákvarðanir varðandi eigin fjármál? Þar segir hann frá kenningum Richards H. Thaler sem nýlega hlaut Nóbelsverðlaunin í hagfræði.

Lesa meira

29.11.2017 : Fjármálaeftirlitið gefur út nýjar tæknistaðlareglur og reglur um útreikninga á vogunarhlutfalli fjármálafyrirtækja

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út sjö nýjar reglur um útreikning á vogunarhlutfalli fjármálafyrirtækja og tæknilega staðla vegna: markaðsáhættu, notkunar á innri líkönum, vörpunar lánshæfismats við útreikning á eiginfjárkröfum vegna útlánaáhættu, yfirfærðrar útlánaáhættu vegna verðbréfunar, gagnaskila fjármálafyrirtækja (breytingareglur) og upplýsingaskyldu fjármálafyrirtækja (breytingareglur). 

Lesa meira

28.11.2017 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu líftryggingastofns

Hér með tilkynnist um fyrirhugaða yfirfærslu líftryggingastofns:

Yfirfærsla líftryggingastofns frá Reliance Mutual Insurance Society Limited til LCCG New Lifeco Limited.

Lesa meira

22.11.2017 : Upplýsingar frá FATF um áhættusöm ríki

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á yfirlýsingu Financial Action Task Force (FATF) sem samþykkt var í kjölfar fundar hins alþjóðlega framkvæmdahóps hinn 3. nóvember sl. 

Lesa meira

22.11.2017 : Breyting á álagningu dagsekta vegna reglubundinna gagnaskila

Hinn 1. janúar 2018 verður breyting á framkvæmd Fjármálaeftirlitsins við álagningu dagsekta á eftirlitsskylda aðila vegna dráttar á reglubundnum gagnaskilum. Fjárhæðir dagsekta munu frá þeim tíma taka mið af stærð og fjárhagslegum styrkleika viðkomandi og nema frá 25.000 krónur til 100.000 krónum á dag. 

Lesa meira

20.11.2017 : Umræðuskjal um uppfærð viðmið og aðferðafræði vegna könnunar- og matsferlis hjá fjármálafyrirtækjum

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal sem inniheldur drög að uppfærðum viðmiðum og aðferðafræði Fjármálaeftirlitsins vegna könnunar- og matsferlis hjá fjármálafyrirtækjum (SREP). Skjalið er nr.16/2017 og er að finna undir umræðuskjöl á vef Fjármálaeftirlitsins.

Lesa meira

16.11.2017 : Er FME að blása út?

Í Ársriti Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) sem kom út í síðustu viku er meðal annars fjallað um aukinn eftirlitskostnað og gerð tilraun til að setja hann í samhengi við umfang fjármálakerfisins. Í Fréttablaðinu þann 15. nóvember sl. var svo vísað til umfjöllunar SFF undir fyrirsögninni „Blæs út“. Því miður er samanburður SFF rangur og villandi, og af því leiðir að frétt Fréttablaðsins er einnig röng.

Lesa meira

13.11.2017 : Samruni Kviku banka hf. og Virðingar hf.

Fjármálaeftirlitið samþykkti þann 10. nóvember 2017 samruna Kviku banka hf. við Virðingu hf. á grundvelli 1. mgr. 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Kvika banki hf. tekur við öllum réttindum og skyldum Virðingar hf. og verða fjármálafyrirtækin sameinuð undir nafni Kviku banka hf.. Samruninn tekur gildi frá og með 18. nóvember 2017. 

Lesa meira

8.11.2017 : Fjármálaeftirlitið hefur lokið könnunar- og matsferli hjá Arion banka hf., Íslandsbanka hf. og Landsbankanum hf.

Fjármálafyrirtæki skal búa yfir tryggu eftirlitskerfi með áhættuþáttum í starfsemi sinni og meðhöndla þá með viðunandi hætti. Stjórn og framkvæmdastjóri fjármálafyrirtækis skulu reglulega leggja mat á eiginfjárþörf fyrirtækisins með hliðsjón af áhættustigi þess, sbr. lög nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Fjármálafyrirtæki skal gera Fjármálaeftirlitinu grein fyrir sínu innra mati þegar eftir því er óskað í svonefndri ICAAP/ILAAP-skýrslu (e. Internal Capital and Liquidity Adequacy Assessment Process).

Lesa meira

8.11.2017 : Fjármálaeftirlitið hefur metið Kviku banka hf. og Vátryggingafélag Íslands hf. hæf til að fara með virkan eignarhlut í Kortaþjónustunni hf.

Hinn 1. nóvember sl. komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Kvika banki hf., kt. 540502-2930, væri hæfur til að fara með virkan eignarhlut í Kortaþjónustunni hf. sem næmi allt að 50%, skv. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. lög nr. 120/2011 um greiðsluþjónustu.  

Lesa meira

6.11.2017 : Ný gjaldskrá Fjármálaeftirlitsins

gjaldskrá Fjármálaeftirlitsins nr. 924/2017 hefur tekið gildi. Gjaldskráin var birt í vefútgáfu Stjórnartíðinda þann 3. nóvember 2017. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá Fjármálaeftirlitsins nr. 161/2017.

Lesa meira

3.11.2017 : Fjármálaeftirlitið hefur metið Kviku banka hf. og Vátryggingafélag Íslands hf. hæf til að fara með virkan eignarhlut í Öldu sjóðum hf.

Hinn 15. október sl. komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Kvika banki hf., kt. 540502-2930, væri hæfur til að fara með virkan eignarhlut í Öldu sjóðum hf. sem næmi 100%, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.  

Lesa meira

26.10.2017 : Undirbúningsfélag Verðbréfamiðstöðvarinnar hf. fær starfsleyfi til að starfa sem verðbréfamiðstöð

Fjármálaeftirlitið vill vekja athygli á því að Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur veitt Undirbúningsfélagi Verðbréfamiðstöðvarinnar hf. starfsleyfi til að starfa sem verðbréfamiðstöð samkvæmt lögum nr. 131/1997 um rafræna eignarskráningu verðbréfa. Hluthafar félagsins eru Almenni lífeyrissjóðurinn, Arion banki hf., Gildi Lífeyrissjóður, Íslandsbanki hf., Lífeyrissjóður verslunarmanna, Lífsverk lífeyrissjóður, Birta lífeyrissjóður, Braml ehf., G60 ehf. og Lagahvoll slf. Félagið mun reka verðbréfauppgjörskerfi og annast uppgjör viðskipta með rafrænt skráð bréf. Í því felst m.a. að félagið mun annast pörun viðskipta, framkvæma fyrirmæli vegna uppgjörs, annast staðfestingu viðskipta og önnur atriði sem tengjast ferli við uppgjör verðbréfa.

Lesa meira
Síða 1 af 5






Þetta vefsvæði byggir á Eplica