Fréttir


Yfirlýsing ESMA vegna CFD samninga og tvíundar valrétta sem bjóðast almennum fjárfestum

21.12.2017

Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitið (ESMA) hefur gefið út yfirlýsingu vegna vinnu sem fram fer vegna markaðssetningar CFD samninga (contracts for difference) og tvíundar valrétta (e. binary options) sem bjóðast almennum fjárfestum. ESMA hefur haft markaðssetningu á þessum fjármálagerningum til skoðunar um nokkurn tíma og hafa nokkur ríki innan Evrópusambandsins ákveðið að setja henni sérstakar skorður. Þrátt fyrir þær skorður telur ESMA að öryggi fjárfesta sé ekki nægilega vel tryggt og hefur í hyggju að nýta sér 40. grein MiFIR reglugerðarinnar til að bæta úr því. Nánar til tekið hyggst ESMA skoða leiðir til að:

  1. Banna markaðssetningu, dreifingu og sölu á tvíundar valréttum til almennra fjárfesta; og
  2. Setja skorður á markaðssetningu, dreifingu og sölu á CFD samningum.

Yfirlýsing ESMA í heild sinni:

https://www.esma.europa.eu/press-news/esma-news/esma-issues-updated-statement-preparatory-work-in-relation-cfds-binary-options


Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica