Fréttir


Fréttir: október 2015

Fyrirsagnalisti

28.10.2015 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Með vísan til 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns:

Lesa meira

22.10.2015 : Vegna athugasemda Viðskiptaráðs um drög að frumvarpi til laga um vátryggingastarfsemi

Fjármálaeftirlitið vísar til umsagnar Viðskiptaráðs Íslands um drög til nýrra laga um vátryggingastarfsemi sem byggja á svokallaðri Solvency II tilskipun (nr. 2009/138/EB) og fjölmiðlaumfjöllunar í kjölfarið um þá umsögn. Nokkrar rangfærslur koma fram í umsögn Viðskiptaráðs sem Fjármálaeftirlitið telur sig knúið til að leiðrétta.

Lesa meira

20.10.2015 : Umræðuskjal um drög að reglum um hámarksútgreiðslufjárhæð og takmarkanir á útgreiðslum fjármálafyrirtækja vegna eiginfjárauka

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal nr. 5/2015. Umræðuskjalið inniheldur drög að reglum um hámarksútgreiðslufjárhæð og takmarkanir á útgreiðslum fjármálafyrirtækja vegna eiginfjárauka. Lesa meira

19.10.2015 : Samruni AFL-sparisjóðs ses. og Arion banka hf.

Fjármálaeftirlitið samþykkti hinn 15. október 2015 samruna AFL-sparisjóðs ses. og Arion banka hf. á grundvelli 1. mgr. 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Arion banki hf. tekur við öllum réttindum og skyldum AFL-sparisjóðs ses. og verða félögin sameinuð undir nafni Arion banka hf.

Lesa meira

19.10.2015 : Fjármálaeftirlitið hefur lokið könnunar- og matsferli hjá Arion banka hf., Íslandsbanka hf. og Landsbankanum hf.

Fjármálafyrirtæki ber að hafa yfir að ráða tryggu eftirlitskerfi með áhættu. Stjórn og framkvæmdastjóri fyrirtækisins skulu reglulega leggja mat á eiginfjárþörf þess með hliðsjón af þeim áhættum sem felast í starfseminni, sbr. lög nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og reglur nr. 215/2007 um eiginfjárkröfur og áhættugrunn fjármálafyrirtækja. Matið fer fram í svonefndu innramatsferli (e. Internal Capital Adequacy Assessment Process, lCAAP) og skal fjármálafyrirtæki gera Fjármálaeftirlitinu grein fyrir matinu þegar eftir því er óskað í svonefndri ICAAP-skýrslu.

Lesa meira

14.10.2015 : Skert þjónusta vegna verkfalls félagsmanna SFR

Vegna boðaðs verkfalls félagsmanna SFR verður skert þjónusta og símsvörun hjá Fjármálaeftirlitinu dagana 15., 16., 19., 20., 29. og 30. október, 2., 3., 12., og 13. nóvember. Móttakan verður lokuð milli kl. 12:00 og 13:00.

Lesa meira

7.10.2015 : Fjármálaeftirlitið veitir Premium ehf. innheimtuleyfi

Fjármálaeftirlitið veitti Premium ehf. þann 24. ágúst 2015 innheimtuleyfi samkvæmt innheimtulögum nr. 95/2008. 

Lesa meira

2.10.2015 : Fjármálaeftirlitið setur sér stefnu um beitingu þvingunarúrræða og viðurlaga - Nýlegar breytingar á stjórnvaldssektarheimildum eftirlitsins

Fjármálaeftirlitið hefur sett sér stefnu um beitingu þvingunar- og viðurlagaúrræða. Samkvæmt stefnunni hyggst Fjármálaeftirlitið bregðast, af festu og á markvissan hátt, við brotum á lögum og reglum, þar með talið um heilbrigða og eðlilega viðskiptahætti og brotum gegn ákvörðunum eftirlitsins. Það verður gert með beitingu þvingunarúrræða, viðurlaga og eftir atvikum með því að endurmeta hæfi framkvæmdastjóra og stjórnarmanna eftirlitsskyldra aðila.

Lesa meira






Þetta vefsvæði byggir á Eplica