Fréttir


Fréttir: febrúar 2008

Fyrirsagnalisti

27.2.2008 : Fjármálaeftirlitið samþykkir samruna þriggja sparisjóða

Fjármálaeftirlitið veitti þann 22. febrúar 2008, samþykki fyrir samruna Sparisjóðs Húnaþings og Stranda og Sparisjóðs Vestfirðinga við Sparisjóð Keflavíkur á grundvelli 106. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.

Lesa meira

22.2.2008 : Fjármálaeftirlitið veitir Kreditkorti hf. starfsleyfi sem lánafyrirtæki

Fjármálaeftirlitið veitti Kreditkorti hf., kt. 660107-1180, Ármúla 28, Reykjavík, þann 22. febrúar 2008, starfsleyfi sem lánafyrirtæki, samkvæmt 3. tl. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Lesa meira

22.2.2008 : Námskeið um eiginfjárskýrslu skv. Basel II (COREP)

Fjármálaeftirlitið efnir til námskeiðs um eiginfjárskýrslu skv. Basel II í tilefni þess að fjármálafyrirtækjum ber að hefja skil á skýrslunni á árinu 2008. Námskeiðið verður haldið á Grand hótel Reykjavík, miðvikudaginn 12. mars nk. kl. 13:00 og mun standa yfir í um 3 klukkustundir. Tilgangur þess er að dýpka skilning eftirlitsskylda aðila á skýrslunni, bæði með umfjöllun um skýrsluna og dæmayfirferð. Lesa meira

20.2.2008 : Fundur um Pillar III ákvæði Solvency II og skýrsluskil vátryggingafélaga

Þann 14. febrúar sl. hélt Fjármálaeftirlitið (FME) annan kynningarfund af fjórum um drögin að Solvency II tilskipuninni og helstu áherslur FME sem tengja má við fyrirhugaða löggjöf. Um 15 fulltrúar vátryggingafélaga, móðurfélaga þeirra, fjármálafyrirtækja og endurskoðunarfyrirtækja sóttu fundinn.

Lesa meira

13.2.2008 : Kynningarfundur á eiginfjárskýrslu

Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að efna til annars kynningarfundar á eiginfjárskýrslu skv. Basel II (COREP), þar sem færri komust að en vildu á kynningu sem haldin var þann 7. febrúar sl. Lesa meira

11.2.2008 : Fundur um Pillar I ákvæði Solvency II og helstu nýjungar og áherslur í QIS4

Þann 5. febrúar sl. hélt Fjármálaeftirlitið (FME) fyrsta kynningarfund af fjórum um drögin að Solvency II tilskipuninni og helstu áherslur FME sem tengja má við fyrirhugaða löggjöf. Um 20 fulltrúar vátryggingafélaga, móðurfélaga þeirra, fjármálafyrirtækja og endurskoðunarfyrirtækja sóttu fundinn.

Lesa meira

7.2.2008 : Miðlægt geymslukerfi - OAM

Samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti, sem gildi tóku hinn 1. nóvember 2007, ber Fjármálaeftirlitið ábyrgð á varðveislu upplýsinga sem birtar eru opinberlega í samræmi við ákvæði VII., VIII. og IX kafla laganna.

Lesa meira

6.2.2008 : Starfsleyfi til vátryggingamiðlunar.

Fjármálaeftirlitið veitti Friðbert Elí Friðbertssyni starfsleyfi þann 28. janúar 2008, sem vátryggingamiðlari skv. 1. tl. 2. mgr. 1. gr. laga um miðlun vátrygginga nr. 32/2005.

Lesa meira






Þetta vefsvæði byggir á Eplica