Fréttir


Fjármálaeftirlitið samþykkir samruna þriggja sparisjóða

27.2.2008

Fjármálaeftirlitið veitti þann 22. febrúar 2008, samþykki fyrir samruna Sparisjóðs Húnaþings og Stranda og Sparisjóðs Vestfirðinga við Sparisjóðinn í Keflavík á grundvelli 106. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Samruninn tekur gildi frá og með þeim degi, en frá og með 1. júlí 2007tekur Sparisjóðurinn í Keflavík við öllum réttindum og skyldum Sparisjóðs Húnaþings og Stranda og Sparisjóðs Vestfirðinga. Sparisjóðirnir verða sameinaðir undir nafni Sparisjóðsins í Keflavík .

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica