Fréttir


Fréttir: febrúar 2018

Fyrirsagnalisti

27.2.2018 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Hér með tilkynnist um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns: 
Yfirfærsla vátryggingastofns frá AXA Belgium SA til Portman Insurance SE.

Lesa meira

23.2.2018 : EIOPA birtir gögn um rekstur vátryggingafélaga á EES

Frá gildistöku Solvency II tilskipunarinnar (2009/138/EB, sem innleidd var hér á landi með lögum nr. 100/2016), hefur Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðseftirlitsstofnunin (EIOPA) safnað gögnum frá eftirlitsstjórnvöldum EES ríkjanna. Frá 3. ársfjórðungi 2016 hefur hluti gagnanna verið birtur ársfjórðungslega á samandregnu formi fyrir einstök ríki á heimasíðu EIOPA.

Lesa meira

21.2.2018 : Kynning á viðmiðunarreglum EBA varðandi áhættu vegna upplýsinga- og samskiptatækni

Þann 6. mars næstkomandi kl. 10.00 fer fram kynning á viðmiðunarreglum EBA um áhættu vegna upplýsinga- og samskiptatækni í húsakynnum Fjármálaeftirlitsins að Katrínartúni 2, 3. hæð.

Lesa meira

19.2.2018 : Kynning á viðmiðunarreglum EBA varðandi öryggi netgreiðslna

Fjármálaeftirlitið hefur sent dreifibréf til greiðsluþjónustuveitenda þar sem viðmiðunarreglur EBA varðandi öryggi netgreiðslna eru kynntar. Í dreifibréfinu er meðal annars bent á að Evrópska bankaeftirlitsstofnunin (EBA) hefur gefið út nokkurn fjölda viðmiðunarreglna (e.guidelines) sem varða starfsemi fjármálafyrirtækja og annarra greiðsluþjónustuveitenda, m.a. viðmiðunarreglur varðandi öryggi netgreiðslna sem birtar hafa verið á vef Fjármálaeftirlitsins

Lesa meira

12.2.2018 : Viðvörun Evrópsku eftirlitsstofnananna vegna sýndargjaldeyris

Evrópsku eftirlitsstofnanirnar á fjármálamarkaði, þ.e. Evrópska bankaeftirlitsstofnunin (EBA), Evrópska vátrygginga- og lífeyriseftirlitsstofnunin (EIOPA) og Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin (ESMA) gáfu í dag út sameiginlega viðvörun vegna áhættu sem fylgt getur viðskiptum með sýndarfé. Stofnanirnar lýsa áhyggjum af því að neytendur séu í auknum mæli að fjárfesta í sýndarfé án þess að gera sér að fullu grein fyrir áhættunni sem í slíkum viðskiptum felst.

Lesa meira

9.2.2018 : Yfirlýsing Norður- og Eystrasaltslandanna um fjármálastöðugleika

Undirrituð hefur verið viljayfirlýsing („memorandum of understanding“) viðeigandi ráðuneyta, seðlabanka, fjármálaeftirlita og skilavalda (resolution authorities) á Norðurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum um samvinnu landanna og samræmingu á sviði fjármálastöðugleika.

Lesa meira

8.2.2018 : Morgunverðarfundi Fjármálaeftirlitsins um FinTech - Framtíð fjármálaþjónustu og eftirlits verður streymt á vef

Morgunverðarfundi Fjármáleftirlitsins um FinTech – Framtíð Fjármálaþjónustu og eftirlits, sem haldinn verður í fyrramálið, verður streymt hér á vefnum. Dagskrá hefst klukkan 8:45 og stendur til 10:30.

Lesa meira

5.2.2018 : Fjármálaeftirlitið veitir Inkasso ehf. innheimtuleyfi

Fjármálaeftirlitið veitti Inkasso ehf. þann 1. febrúar 2018 innheimtuleyfi samkvæmt innheimtulögum nr. 95/2008.

Lesa meira

2.2.2018 : Fjármálaeftirlitið hefur metið RedRiverRoad ehf. hæft til að fara með virkan eignarhlut í Íslenskum fjárfestum hf.

Hinn 23. janúar sl. komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að RedRiverRoad ehf. væri hæft til að fara með yfir 50% virkan eignarhlut í verðbréfafyrirtækinu Íslenskum fjárfestum hf., sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

Lesa meira






Þetta vefsvæði byggir á Eplica