Fréttir


Yfirlýsing Norður- og Eystrasaltslandanna um fjármálastöðugleika

9.2.2018

Undirrituð hefur verið viljayfirlýsing („memorandum of understanding“) viðeigandi ráðuneyta, seðlabanka, fjármálaeftirlita og skilavalda (resolution authorities) á Norðurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum um samvinnu landanna og samræmingu á sviði fjármálastöðugleika.

Norður- og Eystrasaltslöndin hafa sameiginlega hagsmuni á sviði fjármálastöðugleika vegna innbyrðis tengsla í fjármálakerfum landanna. Því er aukin samvinna og samræming á milli landanna mikilvæg til þess að viðhalda fjármálastöðugleika.

Alþjóðleg umgjörð um samvinnu þeirra sem standa að viljayfirlýsingunni er mikilvæg til þess að stuðla að fjármálastöðugleika á svæðinu og efla samvinnu þeirra og samræmingu eins og lýst er í yfirlýsingunni.

Viljayfirlýsingin kemur í stað yfirlýsingar frá árinu 2010. Hún er ekki lagalega bindandi.

Sameiginleg viljayfirlýsing Norðurlanda og Eystrasaltslanda um samvinnu og samræmingu á sviði fjármálastöðugleika, 31. janúar 2018 (á ensku)

 



Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica