Fréttir


Fréttir: nóvember 2011

Fyrirsagnalisti

29.11.2011 : Tilkynning um fyrirhugaðan flutning á vátryggingastofni

Fjármálaeftirlitinu hefur borist umsókn frá Sjóvá-Almennum tryggingum hf. þar sem óskað er eftir að félaginu verði veitt heimild til að flytja vátryggingastofn félagsins í barnatryggingum til Sjóvár Almennra líftrygginga hf. Við flutning stofnsins mun Sjóvá Almennar líftryggingar hf.  yfirtaka öll réttindi og skyldur sem stofninum fylgja.  Lesa meira

29.11.2011 : Fjármálaeftirlitið hefur lagt mat á hæfi Andra Guðmundssonar til að fara með virkan eignarhlut í H.F. Verðbréfum hf.

Þann 25. nóvember sl. komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Andri Guðmundsson sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í H.F. Verðbréfum hf. sem nemur allt að 20%, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Lesa meira

17.11.2011 : Tímabundin starfsemi lánastofnana

Viðskiptabanka, sparisjóði og lánafyrirtæki er heimilt samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki að stunda tímabundið aðra starfsemi í óskyldum rekstri í þeim tilgangi að ljúka viðskiptum eða til að endurskipuleggja starfsemi viðskiptaaðila.

Lesa meira

16.11.2011 : Reglur um varnarþing í vátryggingamálum

Fjármálaeftirlitið hefur sent íslenskum vátryggingafélögum og vátryggingamiðlurum dreifibréf  í tilefni ákvæða í Lúganósamningnum svonefnda sem var  fullgiltur fyrir Íslands hönd hinn 1. maí síðastliðinn, samanber  einnig lög um Lúganósamninginn um dómsvald og um viðurkenningu og fullnustu dóma í einkamálum  (nr. 7/2011). Aðilar samningsins, auk Íslands eru aðildarríki Evrópusambandsins,  Noregur og Sviss. Lesa meira

15.11.2011 : Umræðuskjöl EIOPA vegna skýrsluskila

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á umræðuskjölum sem hægt er að nálgast á heimasíðu EIOPA. Um er að ræða umræðuskjal um samræmd skýrsluskil (Quantitative Reporting Templates) á evrópska efnahagssvæðinu og umræðuskjal um opinbera skýrslugjöf og skýrslu til eftirlitsstjórnvalda (Guidelines on Narrative Public Disclosure & Supervisory Reporting, Predefined Events and Processes for Reporting & Disclosure). Umræðuskjölin eru hluti af tillögum EIOPA varðandi nánari útfærslu á Solvency II tilskipuninni. Hagsmunaaðilar geta sent inn athugasemdir við umræðuskjölin til EIOPA á netfangið: cp009@eiopa.europa.eu til 20. janúar 2012. Lesa meira

9.11.2011 : Ársfundur Fjármálaeftirlitsins 2011 haldinn í dag

Ársfundur Fjármálaeftirlitsins var haldinn í Sólarsal Rúgbrauðsgerðarinnar nú síðdegis. Á fundinum var Ársskýrsla Fjármálaeftirlitsins 2011 kynnt. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra flutti ávarp og Aðalsteinn Leifsson, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins og Gunnar Þ. Andersen forstjóri fjölluðu um helstu áherslur í starfi stofnunarinnar og kynntu ársskýrsluna.

Lesa meira

8.11.2011 : Umræðuskjal EIOPA vegna eigin áhættu- og gjaldþolsmats

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á umræðuskjali sem hægt er að nálgast á heimasíðu EIOPA.  Um er að ræða Guidelines for the Own Risk and Solvency Assessment (ORSA).  Umræðuskjalið er hluti af tillögum EIOPA varðandi nánari útfærslu á Solvency II tilskipuninni. Hagsmunaaðilar geta sent inn athugasemdir við umræðuskjalið til EIOPA á netfangið: cp008@eiopa.europa.eu til 20. janúar 2012. Lesa meira

1.11.2011 : Fjármálaeftirlitinu falið eftirlit með fagfjárfestasjóðum

Þann 17. september síðastliðin samþykkti Alþingi ný lög um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði, nr. 128/2011. Samkvæmt IV. kafla laganna er Fjármálaeftirlitinu falið eftirlit með fagfjárfestasjóðum frá og með gildistöku laganna þann 1. nóvember. Um nýmæli er að ræða, en hingað til hafa fagfjárfestasjóðir ekki lotið skipulögðu eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Einungis rekstrarfélögum verðbréfasjóða (fjármálafyrirtæki sem reka verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði) hefur verið skylt að tilkynna Fjármálaeftirlitinu um stofnun fagfjárfestasjóða í þeirra rekstri.

Lesa meira






Þetta vefsvæði byggir á Eplica