Fréttir


Reglur um varnarþing í vátryggingamálum

16.11.2011

Fjármálaeftirlitið hefur sent íslenskum vátryggingafélögum og vátryggingamiðlurum dreifibréf  í tilefni ákvæða í Lúganósamningnum svonefnda sem var  fullgiltur fyrir Íslands hönd hinn 1. maí síðastliðinn, samanber  einnig lög um Lúganósamninginn um dómsvald og um viðurkenningu og fullnustu dóma í einkamálum  (nr. 7/2011). Aðilar samningsins, auk Íslands eru aðildarríki Evrópusambandsins,  Noregur og Sviss.

Samkvæmt ákvæðum laganna getur vátryggingataki  eða vátryggður lögsótt vátryggjanda frá landi sem er aðili samningsins í eigin heimalandi. Í því felst m.a. að íbúar aðildarlanda sem orðið hafa fyrir tjóni þar sem íslensk vátryggingafélög eru vátryggjandi, hvort sem tjónið verður á Íslandi eða annars staðar, geta stefnt viðkomandi vátryggingafélagi fyrir dómi til greiðslu bóta í sínu heimaríki. Reglurnar fela því í sér aukna neytendavernd fyrir íbúa aðildarlandanna vegna bótakrafna gagnvart vátryggingafélögum í öðru aðildarríki.

Reglurnar geta jafnframt haft töluverðan kostnað og umsýslan í för með sér fyrir innlend vátryggingafélög. Fjármálaeftirlitið hefur því beint því til vátryggingafélaga og vátryggingamiðlara að kynna sér efni framangreindra laga og meta hvort tilefni er til sérstakra ráðstafana vegna þeirra.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica