Fréttir


Fréttir: mars 2007

Fyrirsagnalisti

27.3.2007 : Vegna lýsingar Sting Networks AB

Af gefnu tilefni vill Fjármálaeftirlitið koma því á framfæri að því hefur borist ensk þýðing á lýsingu Sting Networks AB. Lýsingin uppfyllir nú skilyrði 22. gr. laga nr. 33/2003, um verðbréfaviðskipti.

Lesa meira

23.3.2007 : Eignarhaldsfélagið ehf. fær heimild til kaupa á Verði Íslandstryggingu hf.

Þann 23. mars 2007 veitti Fjármálaeftirlitið Eignarhaldsfélaginu ehf. heimild til þess að kaupa Vörð Íslandstryggingu hf.

Lesa meira

21.3.2007 : FME: Niðurstöður álagsprófa á eiginfjárhlutföll stærstu bankanna

Íslensku viðskiptabankarnir og fjárfestingarbankinn Straumur-Burðarás standast allir álagspróf FME. Fjármálaeftirlitið hefur reiknað út áhrif af álagsprófi í samræmi við ákvæði reglna nr. 530/2004 með áorðnum breytingum.

Lesa meira

19.3.2007 : Yfirlit yfir starfsleyfi fjármálafyrirtækja

Starfsemi íslenskra fjármálafyrirtækja er afar fjölbreytt og margbrotin. Þetta kemur fram í nýju yfirliti Fjármálaeftirlitsins yfir starfsheimildir fjármálafyrirtækja á Íslandi.

Lesa meira

14.3.2007 : Ábendingar vegna sölu nýrra hlutabréfa í Sting Networks AB

Fjármálaeftirlitinu hefur að undanförnu borist ábendingar um aðila sem boðið hafa til sölu hlutabréf í sænska fyrirtækinu Sting Networks AB.

Lesa meira

12.3.2007 : FME: Fjármálaeftirlitið auglýsir stöður lögfræðinga lausar

Fjármálaeftirlitið auglýsir stöður lögfræðinga lausar á lánamarkaði og verðbréfamarkaði

Lesa meira

8.3.2007 : Nýjar reglur um eiginfjárreglur og stórar áhættuskuldbindingar fjármálafyrirtækja

Fjármálaeftirlitið birtir á heimasíðu sinni nýjar reglur um eiginfjárkröfu og áhættugrunn fjármálafyrirtækja og reglur um stórar áhættuskuldbindingar fjármálafyrirtækja.

Lesa meira

7.3.2007 : Fjármálaeftirlitið veitir H.F. Verðbréfum hf. nýtt starfsleyfi

Fjármálaeftirlitið veitti H.F. Verðbréfum hf., kt.581203-2760, Skólavörðustíg 11, 101 Reykjavík, starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki, þann 6. mars 2007.

Lesa meira

6.3.2007 : Vanskil af útlánum innlánsstofnanna lækkuðu á árinu 2006

Hlutfall vanskila af útlánum innlánsstofnanna hefur lækkað úr tæplega 0,7 í lok 3. ársfjórðungs 2006 í rúmlega 0,5 í árslok 2006. Fjármálaeftirlitið hefur tekið saman tölur um vanskil útlána hjá innlánsstofnunum miðað við árslok 2006.

Lesa meira

5.3.2007 : FME: Ábendingar um erlenda aðila sem boðið hafa hlutabréf til sölu

Fjármálaeftirlitinu hafa að undanförnu borist ábendingar um erlenda aðila sem boðið hafa til sölu hlutabréf í bandaríska fyrirtækinu QT Networks (qtnetworks.com) og heitið ríkulegri ávöxtun.

Lesa meira

2.3.2007 : Aðvaranir á heimasíðu FME

Nokkuð hefur borið á því að erlendir aðilar hafi samband við einstaklinga hér á landi og bjóðist til að hafa milligöngu um hlutabréfaviðskipti í erlendum fyrirtækjum. Fjármálaeftirlitið varar við slíkum tilboðum og vekur athygli á lista yfir aðvaranir á heimasíðu FME.

Lesa meira






Þetta vefsvæði byggir á Eplica