Fjármálaeftirlitið veitir H.F. Verðbréfum hf. nýtt starfsleyfi
Fjármálaeftirlitið veitti H.F. Verðbréfum hf., kt.581203-2760, Skólavörðustíg 11, 101 Reykjavík, starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki, þann 6. mars 2007. Áður hafði félagið starfsleyfi sem verðbréfamiðlun og því var starfsleyfi félagsins endurútgefið með tilliti til nýrra starfsheimilda.
Starfsleyfi til H.F. Verðbréfa hf. sem verðbréfamiðlun var fyrst gefið út þann 20. febrúar 2004 og náði þá til móttöku og miðlun fyrirmæla frá viðskiptavinum um einn eða fleiri fjármálagerninga og framkvæmd slíkra fyrirmæla fyrir reikning þriðja aðila skv. lið 6a í 3. gr. laga nr. 161/2002.
Starfsleyfi H.F. Verðbréfa hf. tekur nú, auk ofangreinds, til vörslu og stjórnunar í tengslum við einn eða fleiri fjármálagerninga, sbr. a-lið 2. töluliðar 25. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og fjárfestingarráðgjafar varðandi einn eða fleiri fjármálagerninga, sbr. f-lið 2. töluliðar 25. gr. fyrrgreindra laga.