Fréttir


Fréttir: september 2011

Fyrirsagnalisti

28.9.2011 : Tilkynning um afturköllun starfsleyfa í heild eða að hluta

Fjármálaeftirlitið hefur afturkallað innheimtuleyfi SPRON Factoring hf. og starfsleyfi Vaxta hf. - verðbréfamiðlunar. Þá hefur Fjármálaeftirlitið afturkallað starfsleyfi Landsbanka Íslands hf. að hluta. Lesa meira

27.9.2011 : Fjármálaeftirlitið hefur lagt mat á hæfi Íslandsbanka hf. til að fara með virkan eignarhlut í BYR hf.

Hinn 26. september sl. komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Íslandsbanki hf., kt. 491008-0160, Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík, sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut sem nemur svo stórum hluta að BYR hf. verði talið dótturfyrirtæki bankans, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Lesa meira

23.9.2011 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofna: Lesa meira

22.9.2011 : Staða lífeyrissjóðanna árið 2010

Á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins er að finna skýrslu um ársreikninga lífeyrissjóða fyrir árið 2010. Þar er jafnframt að finna excel skjal sem inniheldur talnaefni skýrslunnar. Skýrslan í heild sinni er hér en helstu niðurstöður hennar eru eftirfarandi:

Lesa meira

15.9.2011 : Fjármálaeftirlitið hefur lagt mat á hæfi Títan B ehf. til að fara með virkan eignarhlut í MP banka hf.

Hinn 24. ágúst sl. komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Títan B ehf., kt. 430611-0700, sé hæft til að eiga og fara með allt að 20% virkan eignarhlut í MP banka hf. Eignarhluturinn hafði áður verið í eigu Títan ehf. en vegna athugasemda Fjármálaeftirlitsins um uppbyggingu eignarhalds Títan ehf. var umræddur eignarhlutur seldur  til Títan B ehf.  Lesa meira

5.9.2011 : Fjármálaeftirlitið veitir Straumi IB starfsleyfi sem lánafyrirtæki

Fjármálaeftirlitið veitti þann 31. ágúst 2011 Straumi IB hf., kt. 640210-0440, Borgartúni 25, 105 Reykjavík, starfsleyfi sem lánafyrirtæki samkvæmt 3. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

Lesa meira






Þetta vefsvæði byggir á Eplica