Fréttir


Tilkynning um afturköllun starfsleyfa í heild eða að hluta

28.9.2011

Fjármálaeftirlitið hefur afturkallað innheimtuleyfi SPRON Factoring hf. og starfsleyfi Vaxta hf. - verðbréfamiðlunar. Þá hefur Fjármálaeftirlitið afturkallað starfsleyfi Landsbanka Íslands hf. að hluta.

Afturköllun innheimtuleyfis SPRON Factoring hf.
Fjármálaeftirlitið hefur afturkallað innheimtuleyfi SPRON Factoring hf., kt. 450700-3470, skv. 25. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, þar sem félagið hefur hætt innheimtustarfsemi.

Afturköllun innheimtuleyfis SPRON Factoring hf. miðast við 26. september 2011

Afturköllun starfsleyfis Vaxta hf .-  verðbréfamiðlunar
Fjármálaeftirlitið hefur afturkallað starfsleyfi Vaxta hf. - verðbréfamiðlunar, kt. 701097-2039 sem verðbréfamiðlun, þar sem félagið hefur afsalað sér starfsleyfi sínu, sbr. 3. tölul. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

Afturköllun starfsleyfis Vaxta hf. verðbréfamiðlunar miðast við 27. september 2011

Afturköllun starfsleyfis Landsbanka Íslands hf. að hluta
Fjármálaeftirlitið hefur afturkallað starfsleyfi Landsbanka Íslands hf.,  kt. 540291-2259, að hluta, þar sem kveðinn hefur verið upp  úrskurður um slit fyrirtækisins skv. XII. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. 6. tölul. 1. mgr. 9. gr. sömu laga. Afturköllunin nær til starfsleyfis bankans sem viðskiptabanka, en fyrirtækið heldur eftir leyfi til að stunda starfsemi samkvæmt a, b og c lið 6. tölul. 1. mgr. 3. gr. og b, c og d lið 2. tölul., a, b, c, d og e lið 7. tölul., 9., tölul og 11. tölul. 1. mgr. 20. gr., sbr. 3. mgr. 9. gr. laga nr. 161/2002. Umrætt leyfi er takmarkað við þá starfsemi sem er nauðsynleg vegna bústjórnar og ráðstöfunar hagsmuna þrotabús, sbr. 3. mgr. 9. gr. laga nr. 161/2002.

Afturköllun starfsleyfis Landsbanka Íslands hf. að hluta miðast við 15. september 2011.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica