Fréttir


Fréttir: febrúar 2014

Fyrirsagnalisti

25.2.2014 : Nýtt eintak Fjármála komið út

Nýtt eintak Fjármála, vefrits Fjármálaeftirlitsins, er komið út. Í þessu fyrsta blaði ársins eru þrjár greinar. Arnar Þór Sæþórsson, lögfræðingur á greiningarsviði, skrifar greinina: Breytingar á eiginfjárreglum með samevrópsku regluverki – eiginfjáraukar og Páll Friðriksson, forstöðumaður verðbréfamarkaðseftirlits skrifar um þær breytingar sem eru framundan á verðbréfamarkaði. Enn fremur skrifar Stella Thors, sérfræðingur á upplýsingatæknisviði greinina: Eru tölvuský hagkvæm lausn fyrir fyrirtæki á fjármálamarkaði?

Lesa meira

20.2.2014 : Umræðuskjöl um drög að reglum um tryggilega varðveislu fjármuna greiðslustofnana og rafeyrisfyrirtækja

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjöl nr. 1/2014 og nr. 2/2014. Umræðuskjölin innihalda annars vegar drög að reglum um tryggilega varðveislu fjármuna greiðslustofnana og hins vegar drög að reglum um tryggilega varðveislu fjármuna rafeyrisfyrirtækja.
Lesa meira

18.2.2014 : Nýjar reglur um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út nýjar reglur nr. 165/2014 um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum. Leysa þær af hólmi gildandi reglur um sama efni.  Samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki og lögum um vátryggingastarfsemi hefur Fjármálaeftirlitið eftirlit með því að fjármálasamsteypur fari að ákvæðum laga um fjármálafyrirtæki og laga um vátryggingastarfsemi. Lesa meira

13.2.2014 : Fjármálaeftirlitið undirbýr nýja útgáfu af skýrsluskilakerfi

Fjármálaeftirlitið undirbýr nú nýja útgáfu af skýrsluskilakerfi sínu, útgáfu 2.0. Næstu skref eru að hefja prófanir og verður ný útgáfa sett í prófunarumhverfið þann  17. febrúar næstkomandi. Lesa meira

12.2.2014 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofna

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofna: Lesa meira

12.2.2014 : Afturköllun starfsleyfis European Risk Insurance Company hf.

Fjármálaeftirlitið hefur afturkallað starfsleyfi European Risk Insurance Company hf. (ERIC),  kt. 661103-2210, sem vátryggingafélag þar sem félagið fullnægir ekki ákvæðum laga nr. 56/2010, um vátryggingastarfsemi, um gjaldþol og hefur afsalað sér starfsleyfi sínu sem vátryggingafélag, sbr. 1. mgr. 90. gr. sömu laga.
Lesa meira

6.2.2014 : Vegna frétta um stöðu European Risk Insurance Company (ERIC)

Vefmiðlar í Bretlandi hafa í morgun fjallað um stöðu European Risk Insurance Company (ERIC), en það er íslenskt vátryggingafélag sem stundar starfsemi erlendis, og sagt að félagið hafi hætt sölu nýtrygginga.
Lesa meira






Þetta vefsvæði byggir á Eplica