Fréttir


Fréttir: september 2012

Fyrirsagnalisti

24.9.2012 : Heildarniðurstöður ársreikninga fjármálafyrirtækja 2011

Fjármálaeftirlitið hefur tekið saman skýrslu með heildarniðurstöðum ársreikninga ársins 2011 hjá fjármálafyrirtækjum ásamt ýmsum samandregnum upplýsingum um viðskiptabanka, sparisjóði, lánafyrirtæki (einu nafni lánastofnanir), verðbréfafyrirtæki, verðbréfamiðlanir og rekstrarfélög verðbréfasjóða auk verðbréfa- og fjárfestingasjóða. Lesa meira

18.9.2012 : Uppfærð Lífeyrissjóðabók og vátryggingagögn

Ársreikningabók lífeyrissjóða 2011 ásamt talnaefni hefur verið uppfærð á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins. Einnig hafa tölulegar upplýsingar fyrir vátryggingamarkaðinn 2011 verið lagfærðar. Hin uppfærðu skjöl eru komin á vef Fjármálaeftirlitsins. Lesa meira

17.9.2012 : Samruni Sparisjóðs Ólafsfjarðar við Arion banka hf.

Fjármálaeftirlitið samþykkti þann 14. september 2012 samruna Sparisjóðs Ólafsfjarðar við Arion banka hf. á grundvelli 1. mgr 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Arion banki hf. tekur við öllum réttindum og skyldum Sparisjóðs Ólafsfjarðar og verða félögin sameinuð undir nafni Arion banka hf. Lesa meira

12.9.2012 : Fjármálaeftirlitið veitir Landsbréfum hf. auknar starfsheimildir

Fjármálaeftirlitið veitti Landsbréfum hf. þann 11. september 2012 auknar starfsheimildir sem rekstrarfélag verðbréfasjóða á grundvelli laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Landsbréf hf. (áður Rós Invest hf.) fékk upphaflega starfsleyfi þann 12. júní 2009 á grundvelli sömu laga. Starfsleyfi Landsbréfa var svo endurútgefið þann 11. september 2012 með tilliti til aukinna starfsheimilda, sem felast í eignastýringu samkvæmt c-lið 6. tölul. 1. mgr. 3. gr., sbr. 1 tölul. 1. mgr. 27. gr.  laga um fjármálafyrirtæki. Lesa meira

11.9.2012 : Tryggja ehf. fær starfsleyfi sem vátryggingamiðlun

Með vísan til laga nr. 32/2005 um miðlun vátrygginga, tilkynnist hér með að Fjármálaeftirlitið veitti þann 6. september 2012, Tryggja ehf., kt. 691295-3709, Búlandi 34, 108 Reykjavík, starfsleyfi sem vátryggingamiðlun samkvæmt lögum nr. 32/2005 um miðlun vátrygginga. Starfsleyfi Tryggja ehf. tekur til miðlunar frumtrygginga skv. 21. og 22. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010. Lesa meira

11.9.2012 : Consello ehf. fær starfsleyfi sem vátryggingamiðlun

Með vísan til laga nr. 32/2005 um miðlun vátrygginga, tilkynnist hér með að Fjármálaeftirlitið veitti þann 6. september 2012, Consello ehf., kt. 600710-0280, Álfabakka 14a, 109 Reykjavík, starfsleyfi sem vátryggingamiðlun samkvæmt lögum nr. 32/2005 um miðlun vátrygginga. Starfsleyfi Consello ehf. tekur til miðlunar frumtrygginga skv. 21. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010. Lesa meira

11.9.2012 : Áhættulausnir ehf. fá starfsleyfi sem vátryggingamiðlun

Með vísan til laga nr. 32/2005 um miðlun vátrygginga, tilkynnist hér með að Fjármálaeftirlitið veitti þann 6. september 2012, Áhættulausnum ehf., kt. 650612-2130, Laugavegi 170, 105 Reykjavík, starfsleyfi sem vátryggingamiðlun samkvæmt lögum nr. 32/2005 um miðlun vátrygginga. Starfsleyfi Áhættulausna ehf. tekur til miðlunar frumtrygginga skv. 21. og 22. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, þó ekki til miðlunar vegna 4. tl. 21. gr. sömu laga. Lesa meira

7.9.2012 : Fjármálaeftirlitið veitir Straumi fjárfestingabanka hf. auknar starfsheimildir

Fjármálaeftirlitið veitti Straumi fjárfestingabanka hf. þann 20. ágúst sl. auknar starfsheimildir sem lánafyrirtæki á grundvelli laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Straumur fékk upphaflega starfsleyfi þann 31. ágúst 2011 á grundvelli sömu laga. Starfsleyfi Straums var endurútgefið þann 20. ágúst sl. með tilliti til aukinna starfsheimilda, sem felast í eignastýringu samkvæmt c-lið 6. tölul. 1. mgr. 3. gr., sbr. d-lið 1. tölul. 1. mgr. 25. gr.  laga um fjármálafyrirtæki. Lesa meira






Þetta vefsvæði byggir á Eplica